Fundur fimleikadeildar

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir

Miðvikudaginn 20. apríl 2016 verður fundur í Gjánni/íþróttamiðstöð hjá fimleikadeildinni kl 20:00 Fundarefni er: Kosning formanns deildarinnar Stjórnarkjör Og önnur mál Vonandi sjáum við sem flesta foreldra á fundinum. Stjórn fimleikadeildarinnar

Jón Axel í víking í haust – fetar í fótspor Steph Curry

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Karfan.is greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að Jón Axel Guðmundsson, sem hefur verið einn af máttarstólpum Grindavíkur undanfarin ár, muni leggja land undir fót og leika körfubolta í Davidson háskóla í Bandaríkjunum næstu ár. Þetta er risastórt skref uppá við fyrir Jón Axel og mun væntanlega opna honum ýmsar dyr í framtíðinni en Davidson er einn af stærri háskólunum …

Oddaleikur hjá stelpunum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Eftir að Grindavík tapaði fyrir Haukum í undanúrslitaeinvígi liðanna í úrvalsdeild kvenna á föstudaginn, þá er komið að oddaleik liðanna á Ásvöllum í kvöld kl. 19:15. Sigurliðið mætir Snæfelli í úrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Grindavík hefur ekki komist í úrslitaeinvígi um titilinn síðan 2005.  Grindavík vann tvo fyrstu leikina í einvíginu en Haukar eru búnir að jafna metinn. Það er ljóst …

Fýluferð á Ásvelli í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingum tókst ekki að fylgja eftir tveimur frábærum sigrum á Haukum í Hafnarfirði í gær og einvígið stendur því áfram, staða 2-1 fyrir Grindavík. Haukar mættu dýrvitlausir til leiks í gær og Grindvíkingar sáu aldrei til sólar í leiknum, lokatölur 72-45 eftir afar erfiðar leik sóknarlega hjá Grindavík. Það verður því leikur í Mustad-höllinni á föstudaginn þar sem Grindavík fær …

Glæsilegur árangur á Páskamóti Júdófélags Reykjavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Grindvískir keppendur náðu frábærum árangri á Páskamóti Júdódeildar Reykjavíkur um nýliðna páskahelgi en alls nældu Grindvíkingar í 18 verðlaun á mótinu. Mikil gróska hefur verið í júdódeildinni í Grindavík undanfarin misseri og helst þar í hendur hvað við eigum marga efnilega og áhugasama iðkendur og metnaðarfulla þjálfara sem halda utan um starfið. Hér má sjá lista yfir verðlaunahafa okkar á …

Judómót

Ungmennafélag GrindavíkurJudó

Um síðustu helgi var haldið páskamót júdofélags Reykjavíkur fyrir börn og unglinga á aldrinum 8-15 ára og vormót fullorðina í judó. UMFG átti flottan hóp af keppendum og voru 21 keppandi að þessu sinni í mótinu, alls komu þau með 7 gull, 7 silfur og 4 brons heim eftir keppni og þykir það auðvitað alveg ótrúlega flottur árangur. Tinna Einarsdóttir …

Fara sóparnir á loft í Hafnarfirði í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þriðja viðureign Grindavíkur og Hauka í 4-liða úrslitum Dominosdeildar kvenna fer fram í Hafnarfirði í kvöld, en Grindavík hefur komið skemmtilega á óvart í einvíginu og leiðir 2-0. Það er því sannkallaður úrslitaleikur sem fer fram á eftir en með sigri tryggja okkar konur sér farseðil í úrslitin. Leikurinn hefst kl. 19:15 og hvetjum við Grindvíkinga til að fjölmenna í …

Grindavík í 2-0 eftir glæsilegan sigur á Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið í óskastöðu í einvíginu gegn Haukum eftir glæsilegan sigur í Mustad-höllinni á laugardaginn. Grindavíkurkonur mættu afar ákveðnar til leiks og voru í bílstjórasætinu nánast frá fyrstu mínútu. Lokatölur leiksins urðu 85-71 og Grindavík getur því klárað einvígið í Hafnarfirði annað kvöld. Undirritaður var á leiknum og fjallaði um hann, en umfjöllunin birtist fyrst hjá samstarfsaðilum okkar hjá …

Stórleikur í Mustad höllinni á eftir – hitað upp á Salthúsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-höllinni á eftir þegar stelpurnar taka á móti Haukum í 4-liða úrslitum Dominosdeildarinnar. Stelpurnar koma sennilega öllum á óvart nema sjálfum sér í síðasta leik þegar þær sigruðu Haukana í Hafnarfirði og hrifsuðu þar af leiðandi til sín heimavallarréttinn góða. Nú er komið að því að verja hann en sigur í kvöld myndi færa okkar …