Stórleikur í Mustad höllinni á eftir – hitað upp á Salthúsinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður stórleikur í Mustad-höllinni á eftir þegar stelpurnar taka á móti Haukum í 4-liða úrslitum Dominosdeildarinnar. Stelpurnar koma sennilega öllum á óvart nema sjálfum sér í síðasta leik þegar þær sigruðu Haukana í Hafnarfirði og hrifsuðu þar af leiðandi til sín heimavallarréttinn góða. Nú er komið að því að verja hann en sigur í kvöld myndi færa okkar pálmann góða í hendur. Leikurinn hefst kl. 18:00 en upphitun á Salthúsinu kl. 17:00 þar sem boðið verður uppá pylsupartý og Láki lofar góðum prís á drykkjum. 

Fjölmennum öll á völlinn og fyllum stúkuna, gul og glöð.

Áfram Grindavík!