Keppnistímabilið rúllar af stað í kvöld hjá stelpunum í meistaraflokki kvenna en þær sækja Fjölniskonur heim í Grafarvoginn í Borgunarbikarnum. Leikurinn hefst kl. 19:00 og hvetjum við Grindvíkinga að sjálfsögðu til að fjölmenna á völlinn.
7. flokkur Íslandsmeistarar eftir næstum taplausan vetur
Stelpurnar í 7. flokki kvenna lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina eftir afar góðan vetur, en þær töpuðu aðeins einum leik á tímabilinu. Lokaleikurinn var gegn Njarðvík þar sem lokatölur urðu 29-25 og enn einn Íslandsmeistaratitill staðreynd í Grindavík þetta árið. Til hamingju stelpur!
Daníel Guðni tekur við U15 landsliðinu – tvær Grindavíkurstúlkur í hópnum
Daníel Guðni Guðmundsson, fyrrum leikmaður meistaraflokks karla og þjálfari meistaraflokks kvenna í Grindavík, tók á dögunum við karlaliði Njarðvíkur eins og við höfum áður greint frá, en það er ekki eina þjálfarastaðan sem Daníel tekur yfir. Vísir.is greindi nefnilega frá því í gær að Daníel væri nýr þjálfari U15 ára landsliðs kvenna. Tveir leikmenn Grindavíkur eru í fyrsta hópnum sem …
Úrslitakeppni 7. flokks kvenna um helgina
Um helgina verður leikið til úrslita á Íslandsmóti kvenna í 7. flokki en úrslitakeppnin verður leikin hér í Grindavík. Það lið sem vinnur þessa helgi stendur uppi sem Íslandsmeistari. Við hvetjum Grindvíkinga til að kíkja við í Mustad-höllina og hvetja okkar stúlkur til sigurs. Leikjaplanið er sem hér segir: Laugardagur 7. maí: 11:00 Grindavík – Ármann 14:00 Grindavík – Keflavík …
Grindavík – Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni kl. 16:00
Í dag, fimmtudaginn 5. maí, spilar unglingaflokkur karla við Þór Þorlákshöfn í Mustad-höllinni Grindavík kl. 16.00, í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins. Hvetjum alla til að koma og hvetja þessa efnilegu stráka til dáða en Grindavík eru deildarmeistarar í unglingaflokki. Þetta verður síðasti leikur Jón Axels í Mustad-höllinni í bili, þar sem hann mun spila með Davidson háskólanum næsta vetur.
Skráningu í Geysis Reykjanesmótið lýkur í kvöld
Hjólreiðakeppnin Geysir Reykjanesmót fer fram núna á sunnudaginn en skráningu lýkur í kvöld. Hjólreiðadeild UMFG, sem á dögunum var gerð að deild innan UMFG til tveggja ára, er einnig aðili að HRÍ (Hjólreiðasamband Íslands) sem þýðir nú er hægt að keppa undir merkjum UMFG á hjólareiðamótum. Þeir sem ætla að taka þátt í Reykjanesmótinu geta skráð sig og verið löglegir …
Upphitun fyrir fyrsta knattspyrnuleik sumarsins – Árskort á 10.000 kr.
Grindavík hefur leik í Inkasso-deildinni á föstudag kl. 19:15 þegar Haukar koma í heimsókn. fyrir leikinn mun knattspyrnudeildin og stuðningsmannaklúbburinn Stinningskaldi bjóða í grillaðar pylsur og drykk við Gula húsið frá kl. 18:00. Árskort verða seld á 10.000 kr. Trefill eða derhúfa fylgja með. Frítt inn fyrir eldri borgara 67 ára og eldri sem búa í Grindavík. Við hvetjum …
Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli 7. maí
Laugardaginn 7. maí verður Texas Scramble golfmót á Húsatóftavelli til styrktar meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Skráning á mótið á Golf.is. Hvetjum alla golfara til að skrá sig á þetta skemmtilega mót og styðja við stelpurnar okkar í leiðinni. Fjöldi glæsilegra vinninga. Nánari upplýsingar hjá Golfklúbbi Grindavíkur.
Drengjaflokkur í undanúrslit
Strákarnir í drengjaflokki eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins eftir góðan sigur á sterku liði KR í gær, 81-73. Grindavík mætir ÍR í undanúrslitaleiknum, en hann fer fram í Seljaskóla laugardaginn 7. maí. Ingvi Þór Guðmundsson var lang stigahæstur Grindvíkinga með 40 stig, en næstur kom Nökkvi Már Nökkvason með 14 stig, þá Marcin Ostrowski 10 stig, Viðar Kjartansson 9 stig, …
8-liða úrslit í Drengjaflokki
Í kvöld fara fram 8-liða úrslit í Drengjaflokki þar sem Grindavík tekur á móti KR í Mustad-höllinni kl. 20:00. Sigurliðið úr þessum leik kemst áfram í 4-liða úrsilt sem fara fram um næstu helgi. Hvetjum fólk til að mæta og sjá síðasta heimaleik vetrarins hjá þessum efnilegu drengjum. Áfram UMFG