Það verður svakalegur nárannaslagur í B-riðli 1. deildar kvenna á Grindavíkurvelli í kvöld þegar Grindavík tekur á móti Keflavík. Fyrir leik eða frá kl. 19 verður boðið upp á grillaðar pylsur. Sérstakir heiðursgestir á leiknum verða fótboltastelpurnar sem kepptu á Símamótinu um síðustu helgi. Grindvíkingar eru hvattir til að fjölmenna á Grindavíkurvöll og styðja stelpurnar. Grindavík er á toppnum með …
GG mætir toppliðinu
GG tekur á móti toppliði ÍH í B-riðli 4. deildar karla í Grindavík í kvöld. GG er með 9 stig í riðlinum eftir 7 umferðir en ÍH trónir á toppnum með 16 stig. Ókeypis er á völlinn. Með GG leika margar gamlar kempur úr Grindavíkurliðinu eins og Scott Ramsey, Ray Anthony Jónsson að ógleymdum Vilmundi Þór Jónassyni fyrirliða.
Grindavík komið í 2. sætið
Grindavík er komið í 2. sæti Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu karla eftir öruggan sigur á Fram á Laugardalsvelli um helgina, 2-0. Grindavík var mun sterkari aðilinn í leikinn en það tók 43 mínútur að brjóta ísinn. William Daníels skoraði fallegt mark, hans fjórða í sumar. Rodrigo Gomes Mateo bætti svo við öðru marki í upphafi seinni hálfleiks og þar við sat. Strax …
Ókeypis aðgangur á leik Fram og Grindavíkur
Grindavík sækir Fram heim í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, á Laugardalsvellinum á morgun, laugardag kl. 14:00. Ókeypis aðgangur verður á leiknum til minningar um Hörð Einarsson, „Kastró“ sem var einn dyggasti stuðningsmaður Fram en hann lést síðastliðin laugardag, 75 ára að aldri. Hörður var sæmdur silfurkrossi Fram á 105 ára afmæli Knattspyrnufélagsins FRAM árið 2013.
Góð endurkoma tryggði dýrmætt stig
Grindavík og KA skyldu jöfn 2-2 í Inkassodeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi. KA komst yfir snemma leiks og bætti svo við öðru marki en bæði mörkin voru af ódýrari gerðinni þar sem ungur og óreyndur markvörður Grindvíkinga hefði átt að gera betur. Í seinni hálfleik fóru Grindvíkingar hins vegar á kostum gegn toppliðinu og tókst að jafna metin af …
RISASLAGUR á Grindvíkurvelli í kvöld
Það verður sannkallaður RISASLAGUR á Grindavíkurvelli í kvöld, þriðjudag, kl. 19:15 þegar Grindavík tekur á móti toppliði KA í 1. deild karla, Inkassodeildinni, í 10. umferð. KA trónir á toppnum með 22 stig en Grindavík er í 3. sæti með 17 stig. Það er því mikið í húfi ef Grindavík ætlar sér að gera alvöru atlögu að því að komast …
RISASLAGUR á Grindvíkurvelli í kvöld
Það verður sannkallaður RISASLAGUR á Grindavíkurvelli í kvöld, þriðjudag, kl. 19:15 þegar Grindavík tekur á móti toppliði KA í 1. deild karla, Inkassodeildinni, í 10. umferð. KA trónir á toppnum með 22 stig en Grindavík er í 3. sæti með 17 stig. Það er því mikið í húfi ef Grindavík ætlar sér að gera alvöru atlögu að því að komast …
Martin og Hörður Axel með sumaræfingu í Grindavík
Landsliðsmennirnir Hörður Axel Vilhjálmsson og Martin Hermannsson koma í heimsókn á sumaræfingarnar hjá körfuboltanum á morgun, miðvikudag. Þeir stjórna æfingu dagsins og tala síðan við krakkana eftir æfingu og svara spurningum. Það þarf vart að kynna þessa kappa til leiks. Hörður Axel er búinn að vera atvinnumaður í 7 ár í stærstu deildum Evrópu. Hörður hefur leikið í þýsku,spænsku og …
Stórsigur hjá Grindavík
Grindavíkurstrákarnir hrukku heldur betur í gírinn í Inkassodeild karla í knattspyrnu um helgina þegar þeir tóku Þórsara frá Akureyri í karphúsið og unnu 5-0. Grindavík er áfram í 3. sæti deildarinnar en minnkaði forskotið á Þór sem er í 2. sæti niður í tvö stig. Skammt er á milli stórleikjanna því á morgun, þriðjudag, kemur hitt Akureyrarliðið, KA, í heimsókn …
Kristinn og Svanhvít klúbbmeistarar GG
Kristinn Sörensen og Svanhvít Helga Hammer urðu klúbbmeistarar Golfklúbbs Grindavíkur en meistaramótinu lauk um helgina. Kristinn varð klúbbmeistari karla eftir þriggja holu umspil við Jón Valgarð Gústafsson. Þeir voru jafnir eftir 72 holur á 303 höggum. Svanhvít Helga Hammer er klúbbmeistari kvenna á 264 höggum (3 dagar) Í öðrum flokkum voru eftirfarandi sigurvegarar:1. flokkur Helgi Jónas Guðfinnsson 314 högg2. flokkur …