Lokahóf KKÍ var haldið í Stapanum í Njarðvík í gær þar sem nokkrir Grindvíkingar voru verðlaunaðir. J’Nathan Bullock var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn, Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari ársins og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í úrvalslið ársins. Af öðrum verðlaunum var það helst að frétta að sá sem tekur við af Helga Jónasi, Sverrir Þór Sverrisson, var kjörinn þjálfari ársins í kvennaflokki …
Skellur gegn nágrönnunum
Grindavík steinlá fyrir Keflavík 4-0 í grannaslag á Grindavíkurvelli. Eftir fína frammistöðu í fyrsta leiknum gegn FH voru Grindvíkingar langt frá sínu besta í gær og eru því með eitt stig eftir tvær umferðir. Næsti leikur er á útivelli gegn Fram. Keflavíkingar brutu ísinn á 19. mínítu og á tæplega 20 mínútna kafla gerðu þeir út um leikinn með þremur …
Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu
Grindavík var ekki lengi að ganga frá ráðningu á nýjum þjálfara eftir að Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti að hann gæti ekki þjálfað liðið áfram. Sá sem varð fyrir valinu er nýkrýndur tvöfaldur meistari kvennaliðs Njarðvíkur, Sverrir Þór Sverrisson. „Ég er gríðarlega spenntur að taka við nýkrýndum Íslandsmeisturum Grindavíkur. Ég geri mér grein fyrir að þar eru alltaf miklar kröfur og …
Nágrannaslagur af bestu gerð
Fyrsti heimaleikur sumarsins í úrvalsdeild karla er í kvöld og hann er ekki af verri endanum, nágrannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur. Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni en síðan þá bætast þrír leikmenn í leikmannahóp Grindavíkur, þeir Alexander Magnússon og Magnús Björgvinsson sem voru meiddir og svo Englendingurinn Jordan Edridge sem hefur fengið leikheimild. Edridge hefur verið við æfingar hjá …
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG verður miðvikudaginn 16. maí nk. kl. 20:00 í aðstöðu deildarinnar í útistofu við grunnskólann. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Allir áhugasamir um grindvískan körfuknattleik eru hvattir til að mæta. Stjórn kkd.umfg
Fyrsti heimaleikurinn
Fyrsti leikurinn á Grindavíkurvelli í sumar fer fram í kvöld þegar okkar menn taka á móti Keflavík. Þessir leikir hafa jafnan verið skemmtilegir og vel sóttir. Í síðustu umferð var slegið met í fjölda áhorfenda og voru m.a. rúmlega 1.500 manns á Kaplakrika þar sem Grindvíkingar voru fjölmennir. Höldum því áfram og færum stemminguna frá körfuboltanum yfir í fótboltastúkuna. Bæði …
Vonbrigði í fyrsta heimaleik
Lítið er hægt að segja um þennan fyrsta heimaleik Grindavíkur í ár. 0-4 tap í einhverjum daprasta leik sem okkar menn hafa sýnt á Grindavíkurvelli. Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá því í fyrstu umferð. Alexander Magnússon og Jordan Edridge inn fyrir Óla Baldur og Ray. Byrjunarliðið var því skipað Óskari, Loic, Ólafi Erni, Jósef, Scotty, Matthías, Gavin, Alexander, …
Helgi Jónas hættir með Íslandsmeistarana
Helgi Jónas Guðfinnsson tilkynnti stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur í gær að hann óski eftir að hætta störfum með liðið sökum anna í vinnu sinni. Aðilar skilja í mesta bróðerni en gífurleg ánægja var með störf Helga og árangurinn á þessu tímabili auðvitað hreint út sagt stórkostlegur þar sem sjálfur Íslandsmeistaratitillinn var rúsínan í pylsuendanum. Stjórn kkd.umfg óskar Helga Jónasi alls hins …
Lokahófsmyndband Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar Grindavíkur héldu lokahóf sitt um helgina eins og lesa má um hér. Á hófinu var Egill Birgisson mættur með fartölvuna og skjávarpann og setti saman skemmtilegt myndband frá vetrinum en sjá má myndbandið með því að smella hér.
Ingvar og Hávarður unnu golfmót helgarinnar
Opna Veiðarfæraþjónustan-mótið fór fram á Húsatóftavelli í dag og tóku alls 38 sveitir þátt í mótinu. Nokkuð hvasst var í Grindavík og sást það berlega á skorinu. Það var sveit 2 amigos skipuð þeim Hávarði Gunnarssyni og Ingvari Guðjónssyni, félögum úr GG, sem fóru með sigur af hólmi í mótinu. Þeir léku á 65 höggum nettó og urðu einu höggi …