Vonbrigði í fyrsta heimaleik

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Lítið er hægt að segja um þennan fyrsta heimaleik Grindavíkur í ár.  0-4 tap í einhverjum daprasta leik sem okkar menn hafa sýnt á Grindavíkurvelli.

Tvær breytingar voru gerðar á byrjunarliðinu frá því í fyrstu umferð.  Alexander Magnússon og Jordan Edridge inn fyrir Óla Baldur og Ray.

Byrjunarliðið var því skipað Óskari, Loic, Ólafi Erni, Jósef, Scotty, Matthías, Gavin, Alexander, Pape og Ameobi.

Óli Baldur og Ray komu svo inn í seinni hálfleik fyrir Gavin og Matthías.

Grindavíkurliðið mætti bara alls ekki til leiks og voru yfirspilaðir í öllum stöðum á vellinum.  Fyrstu 60 mínúturnar voru mjög slæmar en leikurinn skánaði eitthvað aðeins eftir það.  

Næsti leikur er gegn Fram í Laugardalnum þriðjudaginn 15. maí. sem gæti orðið athyglisverður leikur því þar mætast tvo neðstu liðin eftir tvær umferðir.

Skýrsla hjá ksi.is

Viðtal við Ólaf Örn á sport.is

Umfjöllun hjá mbl.is

Umfjöllun á visir.is

Umfjöllun á fótbolti.net

Umfjöllun og myndir á vf.is

Mynd hér að ofan frá vf.is