Lokahófk KKÍ

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Lokahóf KKÍ var haldið í Stapanum í Njarðvík í gær þar sem nokkrir Grindvíkingar voru verðlaunaðir.

J’Nathan Bullock var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn, Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari ársins og Sigurður Gunnar Þorsteinsson í úrvalslið ársins.

Af öðrum verðlaunum var það helst að frétta að sá sem tekur við af Helga Jónasi, Sverrir Þór Sverrisson, var kjörinn þjálfari ársins í kvennaflokki enda gerði hann Njarðvík að bæði Íslands- og bikarmeisturum í ár.

Petrúnella Skúladóttir og Íris Sverrisdóttir voru í úrvalsliði ársins í Iceland Express deild kvenna.

Magnús Andri Hjaltason hlaut að lokum silfurmerki KKÍ.

Sjá nánar um lokahófið á kki.is þar sem þessi mynd að ofan var fengin.