Grindavík og KR mætast á Grindavíkurvelli í dag klukkan 17:00 Bæði lið hafa átt vonbrigðartímabil en það breytir því ekki að þessir leikir liðanna hafa yfirleitt verið fín skemmtun. KR er búið að missa af Íslandsmeistaratitlinum en eru að slást um annað sæti í deildinni. Okkar menn eru hinsvegar fallnir en ætla vonandi að klára mótið með stæl. Það er …
Risapottur á laugardaginn
Enn einn risapotturinn hjá Íslenskum Getraunum verður næsta laugardag, 210 milljónir í pottinum. Um síðustu helgi voru tveir með 13 rétta í Grindavík, sameiginlegi risakerfisseðillinn og Jón Gísla. En það voru um tvö þúsund aðrir sem giskuðu á rétt í það skipti þannig að potturinn dreifðist víða. Hægt verður að kaupa hlut í risakerfisseðil vikunnar með því að senda póst …
Lokahóf 3. og 4. flokks
Lokfahóf 3. og 4. flokks drengja og stúlkna í knattspyrnu verður í dag, miðvikudag, í samkomusal grunnskólans við Ásabraut kl. 17:00. Foreldrar eru hvattir til þess að mæta með börnunum og eiga góða stund saman. Veitt verða verðlaun og tilkynnt um þjálfara allra flokka.
Lengjubikar í kvöld
Grindvík spilar við Njarðvík í Lengjubikar kvenna. Leikurinn fer fram í Njarðvík og hefst klukkan 19:15 Liðin eru saman í B riðli ásamt Keflavík, KR og Stjörnunni. Grindavík tapaði fyrir KR í síðasta leik 69-49 en Njarðvík sigraði Stjörnuna 87:60
Glæsilegt kvennamót á Húsatóftavelli
Blue Lagoon Open, eitt glæsilegasta kvennamót ársins í golfi, verður haldið á Húsatóftavelli í Grindvík laugardaginn 22. september. Bláa Lónið er styrktaraðili allrar golfklúbbana á Suðurnesjum og leggur til glæsilega vinninga til mótsins. Á meðal vinninga eru Blue Lagoon snyrtivörur , dekur og matur. Nú þegar eru hátt í 70 konur skráðar í mótið. Halldór Einir Smárason, varaformaður Golfklúbbs Grindavíkur, sagði …
Íslandsmeistarar í kjúklingatínslu
Ríkjandi Íslandsmeistarar í körfuknattleik undirbúa sig þessa dagana fyrir komandi tímabil. Liður í undirbúningnum er æfingarferð til Spánar á næstu dögum. Til að fjármagna ferðina hafa leikmenn m.a. staðið fyrir körfuboltaskóla fyrir yngri iðkenndur í Grindavík. Einnig mættu þeir í kjúklingatínslu hjá Svani og Matthildi þar sem þessar myndir voru teknar. Leikmennirnir settu kjúklinga í kassa sem voru svo sendir …
Óli Stefán hafði betur gegn Alfreð en báðir fóru upp
Skemmtilegur Grindavíkurslagur var á Grindavíkurvelli á laugardaginn. Þá mættust Sindri frá Hornafirði og Ægir frá Ölfusi í úrslitaleik 3. deildar en þjálfarar liðanna eru báðir Grindvíkingar. Bæði lið höfðu þegar tryggt sér sæti í 2. deild. Svo fór að Óli Stefán Flóventsson og félagar í Sindra höfðu betur 4-1 gegn Alfreð Elías Jóhannssyni og lærisveinum hans í Ægi. Þess má …
Grindavík féll í Eyjum
Grindavík féll úr úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir tap gegn ÍBV í Eyjum 2-1 þótt enn séu þrjár umferðir eftir. Hafþór Ægir Vilhjálmsson skoraði mark Grindavíkur. Þetta er í annað sinn sem Grindavík fellur, það gerðist síðast 2007 en liðið vann sig strax upp aftur árið eftir. Liðið hefur aðeins unnið 2 leiki í sumar. Staðan er þessi: 1. FH …
Æfingagjöld UMFG 2012
Útskýringar vegna æfingagjalda UMFG 2012 Æfingagjöld UMFG eru 20.000.- kr á ári fyrir börn fædd 1996-2006 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Greiðslunum hefur verið skipt í tvo gjalddaga og er sent á kennitölur foreldra/forráðamanna. Hægt er að greiða inn á kröfuna með því að opna hana í heimabanka og breyta upphæðinni og greiða þá inn …
Karfan í kvöld
Grindavík tekur á móti Keflavík í Reykjanesmótinu í kvöld klukkan 19:15 Leikmenn meistaraflokks karla voru með körfuboltaskóla um helgina sem vakti mikla lukku hjá yngri iðkenndum í Grindavík sem munu væntanlega fjölmenna á leikinn í kvöld sem og aðra leiki á næstunni. Aðrir leikir í kvöld eru:Stjarnan-NjarðvíkHaukar-Breiðablik Næstu leikir hjá Grindavík verða svo gegn Njarðvík 28.september og gegn Stjönunni 1.október.