Grindavík skellti nágrönnum sínum í Keflavík 3-1 í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli. Grindavík hafði mikla yfirburði og verðskuldaði sigurinn. Grindavík mætir Fylki í næstu umferð þann 28. maí á Grindavíkurvíkurvelli. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir kom Grindavík yfir og Rebekka Þórisdóttir bætti við örðu marki fyrir leikhlé. Fyrirliðinn Ágústa Jóna Heiðdal skoraði þriðja markið um miðan seinni hálfleik …
Grindavík skellti Keflavík – Mætir Fylki í næstu umferð
Grindavík skellti nágrönnum sínum í Keflavík 3-1 í 1. umferð bikarkeppni kvenna í knattspyrnu á Grindavíkurvelli. Grindavík hafði mikla yfirburði og verðskuldaði sigurinn. Grindavík mætir Fylki í næstu umferð þann 28. maí á Grindavíkurvelli. Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir kom Grindavík yfir og Rebekka Þórisdóttir bætti við örðu marki fyrir leikhlé. Fyrirliðinn Ágústa Jóna Heiðdal skoraði þriðja markið um miðan seinni hálfleik …
Grindavík sækir Hauka heim – Leikurinn í beinni
Grindavík sækir Hauka heim í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld kl. 19:15. Báðum liðum er spáð góðu gengi í sumar, Grindavík tapaði reyndar í fyrstu umferðinni fyrir Víkingi en Haukar lögðu Þrótt á útivelli. Þess má geta að leikurinn verður sýndur beint á netinu, á SPORTV. Grindvíkingar eru hins vegar hvattir til þess að fara á völlinn enda …
Suðurnesjaslagur í bikarkeppni kvenna
Knattspyrnusumarið hefst formlega hjá Grindavíkurstelpum á morgun, laugardaginn 18. maí, en þá kemur Keflavík í heimsókn í 1. umferð bikarkeppni KSÍ. Leikurinn hefst kl. 14:00 og fer fram á Grindavíkurvelli. Þetta er því nágrannaslagur Suðurnesjaliða af bestu gerð en bæði lið spila í 1. deild. Miklar breytingar hafa orðið á kvennaliði Grindavíkur. Helgi Bogason er tekinn við þjálfun þess og …
Grindavík lagði Hauka
Grindavík vann góðan útisigur á Haukum í 1. deild karla í kvöld með einu marki gegn einu en leikurinn fór fram á gervigrasvellinum á Ásvöllum. Það var bakvörðurinn Jordan Lee Edridge sem skoraði mark Grindavíkur á 34. mínútu. Grindavík lék án fyrirliðans Jóhanns Helgasonar sem er meiddur. Grindavík er það komið með þrjú stig eftir tvær umferðir.
Haukar – Grindavík
Önnur umferð í 1.deild karla hefst í kvöld með leik Hauka og Grindavíkur á Schenkenvellinum í Hafnarfirði. Báðum þessum liðum er spáð baráttu um sigur í deildinni þannig að búast má við skemmtilegum leik. Haukar sigurðu Þrótt í fyrstu umferð á meðan okkar menn máttu þola tap gegn Víking. Leikurinn er klukkan 19:15 í kvöld og eru allir hvattir til …
Grindavík-Keflavík í bikarnum á morgun
Sumarið byrjar formlega hjá stelpunum á morgun þegar þær mæta Keflavík í Borgunarbikar kvenna. Leikurinn fer fram á Grindavíkurvelli klukkan 14:00
Jón Halldór tekur við kvennaliðinu
Keflvíkingurinn Jón Halldór Eðvaldsson sem stýra mun Grindavíkurkonum í Domino’s deild kvenna í körfubolta næstu tvö árin. Jón Halldór tekur því við af Guðmundi og Crystal Smith sem stýrðu liðinu á síðustu leiktíð. Frá þessu er greint á karfan.is. Grindvíkingar komust ekki í úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna þetta tímabilið, höfnuðu í 6. sæti með 9 sigra og 19 tapleiki. …
Jón Halldór Eðvaldsson tekur við kvennaliðinu
Kvennaráð körfuknattleiksdeildar UMFG hefur haft hraðar hendur eftir tímabilið og tryggt sér þjónustu Jón Halldórs Eðvaldssonar sem þjálfara á komandi tímabili. Jón er margreyndur þjálfari sem gerði Keflavík að margföldum Íslandsmeisturum í kvennaflokki, þjálfari yngri landsliða og hefur aðstoðað Sigurð Ingimundarson síðustu tímabil. Hér að ofan má sjá Jón og Lindu, fyrir hönd kvennaráðs, skrifa undir samninginn. Sjá frétt á …
Grindavík lagði Ægi – KR í næstu umferð
Grindavík tryggði sér sæti í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KSÍ með því að leggja 2. deildarlið Ægis að velli í Þorlákshöfn 4-3. Stefán Pálsson skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þeir Juraj Ggrizelj og Daníel Leó Grétarsson sitt markið hvor. Sigurinn var þó öruggari en tölurnar gefa til kynna en Grindavík komst í 4-1. En Ægismenn voru sprækir á lokasprettinum …