Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt …
Nágrannaslagur í kvöld
Grindavík og Keflavík mætast á Grindavíkurvelli í 1. deild kvenna í kvöld kl. 20:00. Stelpurnar hafa gert skemmtilega auglýsingu fyrir leikinn þar sem Kristín Karlsdóttir er í aðalhlutverki. Ókeypis aðgangur er á völlinn. Liðin mættust fyrir skömmu í bikarnum þar sem Grindavík hafði betur í hörku leik.
Grindavík ekki í vandræðum með Tindastól
Grindavík skellti Tindastóli 4-1 í 1. deild karla og heldur því toppsæti sínu í deildinni. Jóhann Helgason fyrirliði var aftur kominn í lið Grindavíkur eftir að hafa misst úr tvo síðustu leiki liðsins vegna meiðsla og þá var Alexander Magnússon einnig í byrjunarliðinu en hann er að komast í gang eftir erfið meiðsli. Nýjasti liðsmaðurinn Denis Sytnik var á varamannabekknum. …
Rúrik vann punktakeppnina á Opna Sjóara síkátamótinu í golfi
Fín þátttaka var í Sjóarinn Síkáti Open mótinu sem fram fór í dag á Húsatóftavelli í Grindavík. Tæplega 100 kylfinga tóku þátt í mótinu. Úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: 1. sæti – Hrafn Guðlaugsson, GSE 67 högg Punktakeppni:1. sæti – Rúrik Hreinsson, GG – 36 punktar2. sæti – Sigurður Hafsteinn Guðfinsson, GG – 36 punktar3. sæti – Jóhann Freyr …
Alfreð Finnbogason í heimsókn ásamt fleiri landsliðsmönnum í knattspyrnu
Alfreð Finnbogason kemur í heimsókn á Grindavíkurvöll ásamt fleiri landsliðsmönnum í knattspyrnu þriðjudaginn 4. júní kl.15:15 þar sem þeir verða munu stjórna æfingu! Við hvetjum allar stelpur og stráka í Grindavík til að mæta og taka þátt í æfingunni. Áfram Grindavík!
Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis – Æfingatímar í sumar
Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða eitt fjögurra vikna námskeið í júní og júlí og eitt þriggja vikna námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt …
Grindavík – Keflavík – leik frestað
Leikur Grindavíkur og Keflavíkur sem átti að fara fram í kvöld í 1.deild kvenna frestast vegna veðurs. Liðin eigast við í 1.deild kvenna B-riðli þar sem þau hafa bæði leikið einn leik. Liðin mættust hinsvegar á sama velli í bikarnum fyrr í vor þar sem Grindavík sigraði 3-1.
Grindavík áfram á sigurbraut
Grindavík tók á móti Tindastól í fjórðu umferð 1. deild karla í gær. Það er skemmst frá því að segja að Grindavík sigraði leikinn örugglega 4-1. Stefán Þór Pálsson og Juraj Grizelj skoruðu fyrir Grindavík í fyrri hálfleik og Jóhann Helgason og Óli Baldur Bjarnason í þeim seinni. Ánægjulegt að okkar menn notuðu sér föst leikatriði þar sem þeir skoruðu þrjú …
Grindavík stóð vel í KR
Grindavík tapaði fyrir KR í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Grindvíkingar stóðu sig mjög vel en KR-ingar eru með reynslumikið lið sem kláraði leikinn á lokasprettinum. Grindavík hafði fengið bestu færi leiksins áður en KR komst yfir á 30. mínútu. En Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði metin fyrir Grindavík á 63. mínútu eftir að hann fylgdi vel eftir skoti …