Nágrannaslagur í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir

Grindavík og Keflavík mætast á Grindavíkurvelli í 1. deild kvenna í kvöld kl. 20:00. Stelpurnar hafa gert skemmtilega auglýsingu fyrir leikinn þar sem Kristín Karlsdóttir er í aðalhlutverki. Ókeypis aðgangur er á völlinn.

Liðin mættust fyrir skömmu í bikarnum þar sem Grindavík hafði betur í hörku leik.