1×2 fréttir

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Ekki gekki tippurum vel um helgina hvorki hér í nafla alheimsins né annars staðar á Íslandi, aðeins tveir með 10 í Grindavík, Risakerfið og hópurinn 4,6%. Enginn vinningur greiddur út í Risakerfinu en það hlýtur að styttast í það.Í hópleiknum eru fjórar vikur eftir og staðan mjög jöfn sérstaklega þegar búið er að draga tvær lélegustu vikurnar frá.  4.6% er …

Þór 75 – Grindavík 89

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið í undanúrslit í Dominosdeild karla eftir sigur á Þór í gærkveldi.  Grindavík mætir því Njarðvík og fyrsti leikurinn er á föstudaginn næstkomandi. Eins og í hinum þremur sigurleikjum Grindavíkur og Þórs í þessari rimmu þá var það góður endasprettur sem gerði útslagið í leiknum í gær.  Leikurinn var jafn lengi vel og heimamenn jafnvel betri aðilinn í …

Klárar Grindavík einvígið í kvöld?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík keyrir Suðurstrandarveginn í kvöld og mætir svo Þór í Þorlákshöfn kl. 19:15 í íþróttahúsinu í fjórðu rimmu liðanna í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Grindavík leiðir einvígið 2-1 og getur því tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri. Þar verða andstæðingarnir Njarðvík. 

ÍG í 1.deild

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

ÍG varð í gær Íslandsmeistri í 2.deild karla eftir sigur á Álftanes 92-89 og spila því í 1.deild næsta tímabil.  Við óskum ÍG innilega til hamingu með árangurinn.

Þór – Grindavík 4 leikur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Leikur Grindavíkur og Þórs sem settur var á í kvöld klukkan 19:15 hefur verið færður til morgundagsins.  Stjarnan-Keflavík átti væntanlega að verða sjónvarpsleikurinn en Stjarnan er búið að klára það einvígi og verður því þessu leikur sýndur beint. En það breytir því ekki að Grindavík þarf þétt setinn Suðurstrandaveg á morgun til að hjálpa þeim að tryggja sæti í 4 …

Grindavík skellti Þórsurum – Ólafur með loftfimleika

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík er komið í 2-1 í rimmunni við Þór Þorlákshöfn í 8 liða úrslitum úrvalsdeildar karla í körfubolta. Grindavík lagði Þórsara með 20 stiga mun, 87-67 en leikurinn var reyndar jafn framan af en Grindavík pakkaði gestunum saman á 10 mínútna kafla. Grindavík þarf einn sigurleik í viðbót til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Maður leiksins var Ólafur Ólafsson. …

Of margir dómarar eru ekki starfi sínu vaxnir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík mætir Þór Þorlákshöfn í þriðju rimmu liðanna um sæti í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfbolta, í Röstinni kl. 19:15. Í Fréttablaðinu í dag er viðtal vði Þorleif Ólafsson fyrirliða Grindavíkur um dómaramál. Þar segir: Mikla athygli vakti þegar Þorleifur Ólafsson hellti sér yfir Björgvin Rúnarsson, einn þriggja dómara leiks Grindavíkur gegn Þór á sunnudagskvöld. Þorleifur, sem er fyrirliði Grindavíkur, …

Risapottur og Risakerfi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Jæja þá er komið að næsta risaseðli! Við erum byrjaðir s.s. að selja í næsta seðil, potturinn fyrir 13 rétta verður örugglega í kringum 220 milljónir. Sama regla og síðast, sölu líkur 12:30 á laugardeginum – seljum hluti þangað til! Við ætlum að fá hópinn Charlies United sem fengu 13 réttu um síðustu helgi til að tippa, en þeir hafa …

Grindavík 2 – Þór Þ. 1

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er komið með yfirhöndina í einvíginu gegn Þór Þorlákshöfn í 8 liða úrstlium. Staðan er 2-1 og geta okkar menn tryggt sér sæti í undanúrslitum með sigri á sunnudaginn. Leikurinn í kvöld var frábær skemmtun, spennandi mest allan leikinn en Grindavík var sterkari á lokasprettinum og sigraði með 20 stiga mun.   Gestirnir jöfnuðu einvígið í siðasta leik og …

Grindavík-Þór – leikur 3

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominosdeild karla. Staðan í einvíginu eru 1-1 og því mikilvægt að ná aftur yfirhöndinni í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru allir hvattir til að mæta.   Af 8 leikhlutum sem liðin hafa spilað í þessum tveimur leikjum hefur Grindavík aðeins sýnt …