Grindavík-Þór – leikur 3

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Þór frá Þorlákshöfn í kvöld í þriðja leik liðanna í 8 liða úrslitum Dominosdeild karla.

Staðan í einvíginu eru 1-1 og því mikilvægt að ná aftur yfirhöndinni í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og eru allir hvattir til að mæta.  

Af 8 leikhlutum sem liðin hafa spilað í þessum tveimur leikjum hefur Grindavík aðeins sýnt sitt rétta andlit í 3, fjórða leikhluta í fyrsta leik og seinni hálfleik í Þorlákshöfn.  Eins og frægt er orðið þá Lalli meiddur og spilar ekki.  Bekkurinn hjá okkur er það sterkur að núna er tími til kominn að ungu strákarnir stígi upp, Jón Axel gerði það í síðsta leik og er ég viss um að fleiri bíða eftir tækifærinu til að setja mark sitt á leikinn.

Með góðum stuðningi úr stúkunni og liðið sýni sama leik og þeir hafa gert síðustu mánuði þá fer Grindavíkurliðið langt í ár og fyrsta skrefið er sigur í þessum leik,