Lokæfing og lokahóf vetrarins verður á mánudaginn milli 15 og 17. Allir mæta á sameiginlega æfingu kl. 15 sem verður líka prófæfing. Þeir sem uppfylla öll skilyrði fyrir næsta belti verða gráðaðir. Eftir æfinguna verða verðlaunaðir nemendur ársins, farið í leiki og boðið upp á veitingar.
Lokahóf yngri flokka körfuboltans í dag
Lokahóf allra yngri flokka verður í íþróttahúsinu í dag klukkan 17:00 Afhending viðurkenninga og síðan grillveisla. Foreldrar eru velkomnir. Með kveðju, Unglingaráð körfuknattleiksdeildar UMFG.
Unglingaráð knattspyrnudeildar UMFG óskar eftir foreldrum í unglingaráð félagsins
Meginhlutverk unglingaráðs er að hafa umsjón með starfsemi og rekstri yngri flokka deildarinnar, þ.e. 3.-7. flokks, stuðla að markvissri uppbyggingu íþróttarinnar og tryggja jafnræði á milli drengja og stúlkna. Unglingaráð er tengiliður á milli stjórnar deildarinnar, foreldraráða, KSÍ og iðkenda. Unglingaráð skal á faglegan hátt stuðla að markvissri uppbyggingu knattspyrnu barna og unglinga á vegum knattspyrnudeildar Grindavíkur, tryggja jafnræði á …
Blómasala UMFG
Eins og mörg undanfarin ár þá ætlar 5. og 6. flokkur drengja í knattspyrnu að selja sumarblóm og mold til fjáröflunar. Við verðum í anddyrinu á Festi frá 21.maí til og með 24.maí og er opnunartími þessi: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 17-21. Laugardag frá 12–14. Mikið úrval af fallegum sumarblómum á góðu verði og í hverfalitunum. Tilvalið að gera fínt fyrir …
Skagamenn lagðir í annað sinn á stuttum tíma
Skagamenn heimsóttu okkur Grindvíkinga tvisvar í liðinni viku og er skemmst frá því að segja að Grindavík vann báðar viðureignir. Í bikarnum unnum við nokkuð öruggan sigur síðastliðinn þriðjudag, 4-1. Á laugardag mættust liðin svo í deildinni og fór leikurinn 3-2 fyrir Grindavík. Grindvíkingar komust í 3-1 á 73. mínútu. Mörk Grindvíkinga skoruðu þeir Jósef Kristinn Jósefsson og Tomislav Misura …
Sigrar um helgina
Bæði karla og kvennalið Grindavíkur stóðu sig vel um helgina í 1.deildinni þar sem þau sigruðu sína leiki. Strákarnir tóku á móti ÍA sem endaði 3-2 og stelpurnar sigruðu Hamrana fyrir norðan 2-1 Sigurinn á ÍA var nokkuð öruggur þar sem Grindavík var betri allan leikinn. Jósef Kristinn Jósefsson skoraði tvö keimlík mörk áður(seinna markið e.t.v. sjálfsmark en skráum það …
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG 2014
Lokahóf allra yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar verður haldið miðvikudaginn 21. maí kl. 17:00 í íþróttahúsinu. Fyrir hönd unglingaráðs, Laufey S. Birgisdóttir.
Grindavík mætir Víking í bikarnum
Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslit Borgunarbikarsins. Víkingur var dregið upp úr hattinum og Grindavík þar á eftir þannig að Grindavík fer í Víkina og mætir heimamönnum þann 28.maí klukkan 19:15 Grindavík komst í pottinn með því að sigra ÍA 4-1 en Víkingur, eins og önnur Pepsideildarlið, fer beint í 32 liða úrslit. Þó að leikir liðanna hafa …
Áfram í bikarnum
Grindavík er komið áfram í Borgunarbikarnum eftir góðan sigur á skagamönnum í gær. Lokatölur voru 4-1 fyrir Grindavík þar sem Juraj Grizelj og Magnús Björgvinsson sáu um að skora mörkin. Grindavíkurliðið var að spila mjög vel í gær fyrir utan smá kafla þegar ÍA minnkaði muninn í seinni hálfleik. Daníel Leó og Andri ásamt Óskari í markinu höfðu tiltölulega náðugan …
Skagamenn í heimsókn í bikarnum
Í kvöld kl. 19:15 mætast á Grindavíkurvelli lið Grindavíkur og Skagamanna í 64-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ. Þetta verður án efa hörkuleikur en þessum liðum er spáð tveimur efstu sætunum í 1. deildinni í sumar. Þess má geta að liðin mætast aftur á Grindavíkurvelli næstkomandi laugardag í deildinni. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að fjölmenna á völlinn og styðja okkar …