Góður sigur hjá stelpunum í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Stelpurnar í meistaraflokki sýndu úr hverju þær eru gerðar í gær þegar þær sigruðu topplið Fjölnis 2-1. Það voru þær Sara Hrund Helgadóttir og Helga Guðrún Kristinsdóttir sem skoruðu mörk Grindavíkur. Liðið hefur verið á góðri siglingu í undanförnum leikjum og eftir þennan sigur eru þær í þriðja sæti, aðeins þremur stigum frá toppsætinu. Það er óskandi að þessi sigurvilji …

Grindavík mætir Fjölni í kvöld, allir á völlinn!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Þá er komið að mikilvægum leik hjá meistaflokki kvenna en topplið Fjölnis mætir í heimsókn í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:15. Stelpurnar okkar eru í þriðja sæti fyrir leik kvöldsins og eru búnar að vera á góðri siglingu undanfarið.   Vonandi láta sem flestir sjá sig í stúkunni. ÁFRAM GRINDAVÍK!

Grannaslagur á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Keflavík mætast í 1.deild kvenna á morgun á Grindavíkurvellir.  Leikurinn hefst klukkan 19:15. Stelpurnar unnu sinn þriðja leik í röð þegar þær lögðu BÍ/Bolungarvík á dögunum 5-0 og eru 11-0 í þessum þremur leikjum.  Grannar okkar í Keflavik hafa ekki byrjað eins vel og eru í botnsætinu eftir sjö umferðir. Grindvíkingar eru hvattir til að mæta og styðja …

Grindavík – BÍ/Bolungarvík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 13:00.  Stelpurnar eru í 3-5 sæti í A-riðli og ætla sér sigur í dag til að halda sér í baráttunni með Fjölni og HK/Víking á toppi riðilsins. Grindavík hefur unnið tvo síðustu leikina, gegn Tindastól í síðustu umferð 4-0 og Víking Ólafsvík 2-0 þann 22.júní. Við hvetjum alla sem gaman hafa á …

Erfið byrjun hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík fer illa af stað í 1. deild karla í ár en liðið er í næst neðsta sæti með 4 stig eftir 6 leiki. Um helgina tapaði Grindavík fyrir Haukum á Ásvöllum 1-0. Í kvöld mætir Grindavík svo BÍ/Bolungarvík á Ísafirði en þessum leik var frestað á sínum tíma. Grindavík gengur sérstaklega illa að skora en liðið hefur skorað 6 …

Góður útisigur hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavíkurstelpurnar lögðu Víking Ólafsvík 2-0 í 1. deild kvenna í knattspyrnu um helgina. Helga Guðrún Kristinsdóttir og Bentína Frímannsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur. Þetta var ansi sterkur útisigur því með sigri hefði Víkingur blandað sér í toppbaráttuna. Grindavík er með 6 stig eftir 4 leiki. Grindavíkurliðið er ansi ungt að árum en með því leika tveir útlendir leikmenn að þessu sinni. …

Vaða í andstæðingana

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavíkurstelpur mæta Tindastóli í 1. deild kvenna í fótbolta næsta fimmtudag kl. 19:15 á Grindavíkurvelli. Að vanda hafa þær búið til skemmtilega auglýsingu fyrir leikinn sem fylgir hér með. Já, okkar stelpur ætla að vaða í andstæðingana!

Kvennalið UMFG komið með Kana fyrir veturinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari meistaraflokks kvenna hjá UMFG, ætlar greinilega ekki að sitja með hendur í skauti í sumar heldur er hann strax byrjaður að styrkja liðið fyrir átök vetrarins. Gengið hefur verið frá samningum við erlendan leikmann, en sú heitir Rachel Tecca, er 185 cm hár framherji sem lék með Akron skólanum síðasta tímabil við góðan orðstír. Það er …

Fyrsti heimaleikur sumarsins hjá stelpnum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Meistaraflokkslið kvenna í fótboltanum spilar sinn fyrsta heimaleik í kvöld á móti HK. Til að vekja athygli á leiknum hafa stelpurnar látið útbúa skemmtilega auglýsingu, og við eigum eflaust eftir að sjá fleiri í sumar. Allir á völlinn og áfram Grindavík!

Þrjú töp í fyrstu fjórum leikjum sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það fer ekki vel af stað fótboltasumarið hjá strákunum okkar, en í gær töpuðu þeir sínum þriðja leik, og eru því aðeins með einn sigur í fyrstu fjórum leikjum deildarinnar. Einhver sagði að fall væri fararheill, og annar að sígandi lukka væri best, svo við vonum að sjálfsögðu að hér sé aðeins um smá hikst í Grindavíkurvélinni að ræða og …