21-0

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hreint út sagt ótrúlegur leikur fór fram á Grindavíkurvelli á laugardaginn þegar Grindavík tók á móti botnliði 1. deildar kvenna, Hvíta riddaranum. Fyrir leikinn hafði Hvíti riddarinn fengið á sig að meðaltali 7 mörk í leik í sumar, en þau urðu þrefalt fleiri í þessum leik, eða 21! Lokatölur leiksins urðu 21-0 fyrir Grindavík sem gjörsamlega valtaði yfir Hvíta riddarann. …

Knattspyrnuskóli UMFG – tvö námskeið eftir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG hefur verið starfræktur í sumar eins og undanfarin sumur. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Um er að ræða fjögur viku námskeið í júní og þrjú viku námskeið í ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Enn eru tvö …

Grindvíkingar tóku Selfyssinga í kennslustund í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar unnu góðan sigur á Selfyssingum í gær en lokatölur leiksins voru 5-0 fyrir Grindavík. Selfyssingar áttu fá svör við leik Grindvíkinga sem léku við hvurn sinn fingur í þessum leik og mörkunum rigndi inn. Það er vonandi að þessi sigur verði liðinu gott veganesti fyrir næsta leik sem er útileikur gegn toppliði Þróttar. Umfjöllun fótbolta.net: Grindvíkingar fengu Selfyssinga í …

Grindavík tekur á móti Hvíta Riddaranum á morgun, laugardag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna eiga heimaleik á morgun þar sem þær taka á móti botnliði Hvíta riddarans. Það hefur ekki verið mikill riddarabragur yfir leik gestanna í sumar en þær sitja á botninum með núll stig, hafa aðeins skorað 2 mörk og fengið á sig 73 í 10 leikjum. Það kemur því ekkert annað en sigur til greina hjá okkar …

Grindavík tekur á móti Selfossi í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tekur á móti Selfossi í 1. deild karla í kvöld og hefst leikurinn kl. 19:15. Fyrri leik liðanna í sumar sem fram fór á Selfossi lyktaði með jafntefli, 1-1. Síðan þá hefur báðum liðum gengið heldur brösulega í deildinni, Selfyssingum þó sýnu verr en þeir sitja í 10. sæti með 13 stig meðan Grindvíkingar eru um miðja deild, í …

Góður árangur UMFG á unglingalandsmótinu á Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Aldrei hafa fleiri keppendur frá UMFG verið skráðir til leiks á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár, en alls voru 35 grindvískir keppendur á mótinu í ár. Krakkarnir í sunddeildinni komu heim með sjö gullverðlaun, fern silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Þá unnu Grindvíkingar einnig til tvennra gullverðlauna í körfubolta. Í flokki drengja 11-12 ára og stúlkna 13-14. Stelpurnar unnu algjöran yfirburðasigur …

Grindvíkingar að missa af Pepsi-lestinni?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það voru fínustu aðstæður til knattspyrnuiðkunar á Vivaldivellinum á Seltjarnarnesi í gær. Hægur andvari og völlurinn iðagrænn, sem hann er reyndar allt árið. Bæði lið þurftu á sigrinum að halda, Grindavík til að blanda sér í toppbaráttuna og Grótta til að spyrna við fæti í botnbaráttunni. Á upphafsmínútunum leit allt út fyrir að Grindavík myndi skora og var hálfgerð einstefna …

Jafntefli í Úlfársdal, stelpunum að fatast flugið?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Eftir að hafa verið á toppi síns riðils í 1. deildinni í svo til allt sumar eru Grindavíkurstúlkur nú komnar í 2. sætið eftir jafntefli gegn Fram í Úlfársdal í gær. Tvö jafntefli í röð hafa kostað stelpurnar efsta sætið, en þar sem að aðeins 7 lið leika í riðlinum eru aðeins leiknar 12 umferðir og svigrúmið til að misstíga …

Grindvíkingar sækja Gróttu heim í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sækja Gróttu heim á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesi í kvöld. Á pappírunum ættu Grindvíkingar að vera mun sterkara liðið í þessari viðureign en Grótta hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Gróttumenn eru sýnd veiði en þó engan veginn gefin. Grindvíkingar leika án markahróksins Tomislav Misura í kvöld sem tekur út leikbann sökum uppsafnaðra gulra spjalda. Einhverjar breytingar hafa orðið …

Grindavík á toppnum í 1. deild kvenna, viðtal við fyrirliðann í Víkurfréttum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Árangur Grindavíkurkvenna í fótboltanum í sumar hefur vakið athygli út fyrir bæjarmörkin enda liðið enn taplaust á toppi síns riðils með 20 stig af 24 mögulegum. Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Fram á morgun, þriðjudag, kl. 20:00. Víkurfréttir fjölluðu um liðið í síðasta tölublaði og tóku fyrirliðann, Bentínu Frímannsdóttur, tali. Af vef Víkurfrétta: Kvennalið Grindavíkur er í góðum málum …