Grindavík tekur á móti Hvíta Riddaranum á morgun, laugardag

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna eiga heimaleik á morgun þar sem þær taka á móti botnliði Hvíta riddarans. Það hefur ekki verið mikill riddarabragur yfir leik gestanna í sumar en þær sitja á botninum með núll stig, hafa aðeins skorað 2 mörk og fengið á sig 73 í 10 leikjum. Það kemur því ekkert annað en sigur til greina hjá okkar stúlkum á morgun, en þær eiga í harðri baráttu á toppnum og komast upp að hlið FH með sigri.

Leikurinn byrjar kl. 13:00 og er frítt inn á völlinn. Við hvetjum sem flesta til að mæta og hvetja okkar stelpur áfram til sigurs.