Grindvíkingar sækja Gróttu heim í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sækja Gróttu heim á Vivaldi völlinn á Seltjarnarnesi í kvöld. Á pappírunum ættu Grindvíkingar að vera mun sterkara liðið í þessari viðureign en Grótta hefur átt erfitt uppdráttar í sumar. Gróttumenn eru sýnd veiði en þó engan veginn gefin. Grindvíkingar leika án markahróksins Tomislav Misura í kvöld sem tekur út leikbann sökum uppsafnaðra gulra spjalda.

Einhverjar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Grindavíkur í sumar. Scott Ramsay skipti yfir í Reyni á dögunum og þá var Milos Jugovic lánaður í Víði. Á dögunum var svo Krótainn Duje Klaric á á reynslu hjá liðinu en stóð ekki undir væntingum en gerði síðan samning við Sindra í 2. deildinni.

Leikurinn í kvöld hefst kl. 19:15