Íþróttamannvirki

Ungmennafélag Grindavíkur er vel sett með íþróttamannvirki sem staðsett er í hjarta Grindavíkur, skammt frá leik- og grunnskólum. Íþróttasvæðið saman stendur af íþróttahúsi með tveimur íþróttasölum, knattspyrnusvæði með fjórum grasvöllum, fjölnota knatthúsi í hálfri stærð, sal fyrir bardagaíþróttir og 25 metra úti sundlaug þar sem sunddeild félagsins hefur aðsetur.

Gjáin er samkomusalur með móttökueldhúsi og skrifstofur sem tengjast íþróttafélögunum og fleira. Byggingin var tekin í notkun árið 2015 og hefur eflt til muna starfsemi félagsins. Byggingin er í raun miðstöð eða hjarta sem tengir saman íþróttahús, sundlaug og íþróttasvæði utanhúss. Byggingin er um leið mikilvæg viðbót í æskulýðs- og unglingastarfi bæjarins og aflgjafi fyrir almenna íþróttaiðkun. Íþróttamiðstöðin verður nýtt hjarta íþróttaiðkunar í Grindavík.