Íþróttahús

Íþróttahús Grindavíkur
Austurvegi 1-3
Sími 426 8244.

Eldra íþróttahús var tekið í notkun 20. október 1985. Stærri salurinn er 900 m2 að stærð. Minni salurinn er 140 m2.
Fjórir búningsklefar eru í eldra húsinu auk annars rýmis.

Viðbygging við íþróttahúsið var tekin í notkun snemma árs 2020.  Viðbyggingin er rúmlega 2000 fermetrar að stærð. Þar er stór íþróttasalur, annar minni, aðstaða fyrir júdó, fjórir búningsklefar, áhaldageymsla, afgreiðslurými og fleira.

Hópar og fyrirtæki geta leigt einstaka tíma fyrir íþróttaiðkun.

Í íþróttahúsinu fer fram íþróttakennsla grunnskólans frá 1. til 10. bekk, æfingar hinna ýmsu deilda innan UMFG og heimaleikir körfuboltaliða UMFG.