Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG 2017 fyrir 5.- 3. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra sem hafa atvinnu af því að stunda knattspyrnu. Skólinn er ekki síður …
Knattspyrnuskóli UMFG
Knattspyrnudeild UMFG heldur knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 17. – 19.febrúar Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG 2017 fyrir 5.- 3. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn fá góða innsýn í æfingaheim þeirra …
María Sól Jakobsdóttir til liðs við Grindavík
Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG skrifaði á þriðjudag undir samning við nýjan leikmann, Maríu Sól Jakobsdóttur. María er uppalin í Stjörnunni en lék síðastliðið sumar í 1. deild með Skínandi, sem er aukalið Stjörnunnar. María er ungur og efnilegur leikmaður, fædd árið 1999 og hefur leikið 4 leiki með U17 ára landsliði Íslands. Við bjóðum Maríu Sól velkomna til Grindavíkur.
Daníel Leó valinn í A-landsliðið
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu hefur valið landsliðshópinn sem mætir Mexíkó vináttuleik í næstu viku í Las Vegas í Bandaríkjunum. Grindvíkingurinn Daníel Leó er einn af sjö nýliðum í hópnum en Daníel var á skotskónum í síðustu viku með liði sínu Aalesund FK í Noregi þegar hann skoraði 2 mörk í 4-0 sigri liðsins. Leikmannahópurinn: Markmenn1 Ingvar Jónsson (Sandefjord)12 …
Grindvíkingar gerðu góða ferð norður í land
Grindvíkingum líður greinilega vel í íþróttahöllinni á Akureyri en á föstudaginn unnu strákarnir sinn annan sigur þar í skömmum tíma, í þetta skiptið í Domino’s deildinni, lokatölur gegn Þórsurum 65-75. Liðin eru nú jöfn í 5.-6. sæti með 16 stig. Thorsport.is, heimasíða Þórsara, gerði leiknum skil: „Eftir tvo sigurleiki í röð í deildinni freistuðu Þórsarar þess að hefna fyrir tapið …
Viðurkenning til unglingaráðs körfuknattleiksdeildarinnar
Um leið og veittar voru viðurkenningar til íþróttafólks ársins í Grindavík voru ýmsar aðrar viðurkenningar veittar samhliða, svo sem hvatningarverðlaun og viðurkenningar fyrir fyrstu landsleiki. En það voru ekki bara iðkendur sem fengu verðlaun. Stuðningsmaður ársins var útnefndur í annað sinn og þá fékk unglingaráð körfuknattleiksdeildarinnar sérstaka viðurkenningu. Ráðið hefur unnið mikið og gott starf sem eftir hefur verið tekið …
Jafntefli gegn Stjörnunni í Fótbolta.net mótinu
Grindavík lauk um helgina leik í Fótbolta.net mótinu með 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni. Þau úrslit eru óneitanlega töluverð bæting frá síðasta leik þegar liðið steinlá gegn Skagamönnum, 6-1. Óli Stefán sagði í viðtali eftir leik að veikleikar liðsins hefðu öskrað á þá eftir tapið gegn ÍA og hann hefði unnið vel í þeim með leikmönnum fyrir þennan leik. Viðtal við …
Grindavík – Skallagrímur í kvöld – Rodriguez sennilega ekki með
Grindavík tekur á móti Skallagrími í Domino’s deild kvenna í Mustad-höllinni í kvöld kl. 19:15. Nýr erlendur leikmaður Grindavíkur, Angela Rodriguez, hefur ekki enn fengið leikheimild, en liðið sem hún lék með í Rúmeníu fyrir áramót hefur ekki ennþá gengið formlega frá félagaskiptunum frá sinni hlið. KKÍ og FIBA eru bæði komin í málið en ólíklegt verður að teljast að …
Steph Curry fylgdist með Jóni Axel spila vel í gær
Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að standa sig vel í bandaríska háskólaboltanum en hann átti glimrandi góðan leik í gær þegar Davidson sigraði Duquesne 74-60. Jón spilaði 37 mínútur og skoraði 12 stig, tók 9 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum. Meðal áhorfenda var fyrrum leikmaður liðsins og NBA stjarnan Steph Curry en þetta sama kvöld hengdi skólinn …
Naumt tap gegn Íslandsmeistarunum í spennuleik
Grindavík tók á móti Íslandsmeisturum KR í gær í miklum spennuleik þar sem munurinn varð aldrei meira en 8 stig og liðin skiptust á að hafa forystuna. Í stöðunni 78-78 héldu KR-ingar í sókn þegar 16 sekúndur voru til leiksloka. Grindvíkingar héldu að þeir ættu villu til að gefa enda gaf taflan það til kynna en það reyndist á misskilningi …