Hitað upp fyrir Pepsi-deildina í Gjánni annað kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Meistaraflokkur kvenna býður til kynningar á Pepsi-deildarliði Grindavíkur í Gjánni annað kvöld, þriðjudaginn 25. apríl, kl. 20:00. Þjálfari liðsins, Róbert Haraldsson fyrir yfir sumarið, leikmannakynningar, sala ársmiða og fleira. Allir hjartanlegan velkomir – veitingar í boði Hérastubbs bakara. Hvetjum sem flesta til að mæta og kynna sér starf meistaraflokks kvenna.

Óli Baldur með fimm mörk í bikarsigri GG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

GG vann góðan 7-1 sigur á liði Snæfells/UDN á laugardaginn þar sem Óli Baldur Bjarnason gerði sér lítið fyrir og skoraði 5 mörk. Eins og við greindum frá á dögunum lagði Óli Baldur úrvalsdeildarskóna á hilluna en er augljóslega ekki dauður úr öllum æðum og mun eflaust reynast GG drjúgur ef hann heldur skónum frá hillunni góðu.

Útkall GULUR í kvöld!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá er komið að úrslitastundu hjá strákunum okkar, en hver einasti leikur sem eftir er í þessari úrslitakeppni er hreinn og klár úrslitaleikur enda KR 2-0 yfir í einvíginu. Liðin mætast í DHL höllinni í kvöld kl. 19:15 og þurfa strákarnir á þínum stuðningi að halda!  Mætum öll í gulu og styðjum strákana til sigurs! Mynd: Víkurfréttir

KR lagðir að velli í Vesturbænum!

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hélt draumnum um Íslandsmeistaratitilinn á lífi í kvöld með glæsilegum sigri á KR á útivelli, 86-91. Mörg lið hefðu sennilega lagt árar í bát eftir jafn grátlegt tap og Grindvíkingar upplifðu í síðasta leik, en þeir létu mótlætið ekki buga sig og mættu dýrvitlausir til leiks í kvöld.  Grindvíkingar fóru vel af stað í leiknum og voru til alls …

Meistaraflokkur kvenna leitar að öflugu fólki fyrir sumarið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mun hefja leik í Pepsi-deild kvenna eftir tæpa viku og er að mörgu að hyggja nú þegar liðið spilar á ný í efstu deild. Meistaraflokksráð kvenna leitar því að áhugasömum einstaklingum til að aðstoða og hjálpa til við skipulag á heimaleikjum í sumar, þar sem mikilvægt er að allt skipulag sé til fyrirmyndar. Fyrsti heimaleikur sumarsins verður 3. maí …

Leikur 2 í kvöld – hvar verður þú?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni Domino’s deildar karla heldur áfram í Grindavík í kvöld. Staðan í einvíginu er bara 1-0 og nóg eftir. Grindvíkingar ætla sér að verja sinn heimavöll og þurfa á ÞÍNUM stuðningi að halda til þess. Það er algjör lágmarkskrafa að Mustad höllin verði smekkfull af gulum og glöðum stuðningsmönnum í kvöld sem styðja okkar menn til sigurs. Leikurinn hefst kl. …

Rán um hábjartan dag í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er komið í erfiða stöðu eftir grátlegt tap gegn KR á heimavelli í kvöld en KR kláraði leikinn með þristi þegar 5 sekúndur voru til leiksloka, lokatölur 88-89. Karfan.is og Grindavik.is voru í samstarfi í kvöld og var fréttaritari síðunnar á leiknum: Grindavík og KR mættust í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitum Domino’s deildarinnar. KR vann fyrsta …

Grindavík steinlá gegn KR í fyrsta leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík fór ekki vel af stað í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino’s deildar karla þegar liðið steinlá gegn KR, 98-65. Grindvíkingar byrjuðu leikinn að vísu betur og leiddu 20-23 eftir fyrsta leikhluta en sáu svo ekki aftur til sólar það sem eftir lifði leiks. Skotin voru ekki að detta hjá okkar mönnum og baráttan og gleðin sem einkenndi leik liðsins gegn …

Tap í úrslitum Lengjubikarsins staðreynd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík mætti ofjörlum sínum í úrslitaleik Lengjubikarsins í gær þegar liðið steinlá gegn KR, 4-0. Grindvíkingar mættu til leiks með þunnskipað lið eftir að hafa leikið 6 leiki á 18 dögum. Sex leikmenn voru á sjúkralista í gær og allir leikmenn á bekknum nema einn voru úr 2. flokki. Vörnin hélt þó fyrsta hálftímann en eftir það varð ekki aftur …

Grindavík spáð fallsæti í Pepsi-deild karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Spekingar Fótbolta.net eru byrjaðir að birta spá sína fyrir Pepsi-deildina 2017, en þeir spá Grindavík ekki mjög góðu gengi í sumar. Grindavík fékk aðeins 19 stig í spánni í ár sem dugar aðeins í 11. sætið af 12. Umfjöllun Fótbolta.net er ansi ítarleg og má lesa hana í heild sinni hér að neðan: Um liðið: Grindvíkingar eru mættir aftur í …