Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Borgunarbikarins eftir frábæran 7-1 sigur á Völsungum í gær. Grindavík lék upp í stífan vindinn í fyrri hálfleik en það virtist þó ekki skipta máli þar sem strákarnir settu 3 mörk í fyrri hálfleik. Þeir bættu svo við fjórum til viðbótar í seinni hálfleik. Markaskorarar Grindavíkur voru William Daniels sem skoraði 4 mörk …
Innanfélagsmót fimleikadeildarinnar á sunnudaginn
Innanfélagsmót fimleikadeildar UMFG verður haldið sunnudaginn 21. maí klukkan 13:00 og stendur til kl. 15:00 Húsið opnar fyrir áhorfendur klukkan 12:45. Allir hjartanlega velkomnir!
Stelpurnar fengu skell heima gegn ÍBV
Grindavíkurkonur áttu ekki sinn besta dag í gær þegar þær tóku á móti ÍBV, en lokatölur leiksins urðu 0-4. Erlendir leikmenn liðsins sem dregið hafa vagninn framan af móti áttu erfitt uppdráttar og sáust varla á löngum köflum. Thaisa Moreno var ekki í leikmannahópnum í gær vegna meiðsla en hún hefur verið einn besti leikmaður liðsins og virtist liðið sakna krafta …
Jón Axel, Óli og Ingunn landsliðsfulltrúar Grindavíkur
Búið er að velja þá 12 leikmenn sem munu skipa landslið Íslands á Smáþjóðaleikunum í San Marínó og eiga Grindvíkingar þrjá fulltrúa í liðunum. Ingunn Embla Kristínardóttir var valin í kvennaliðið og þeir Jón Axel Guðmundsson og Ólafur Ólafsson í karlaliðið. Leikarnir fara fram dagana 30. maí til 3. júní Liðin í heild: Landslið kvennaBerglind Gunnarsdóttir · Snæfell (8)Birna Valgerður …
Kótilettukvöld sunddeildar UMFG á laugardaginn
Laugardagskvöldið 20. maí næstkomandi mun sunddeild UMFG standa fyrir kótilettukvöldi í Gjánni, frá kl. 18:00-20:00. Boðið verður uppá kótilettur í raspi eins og amma gerði þær. Meðlætið er í boði Issa. Verðið er aðeins 4. 000 kr. á mann. Einnig verður boðið upp á heimsendingar. Einn skammtur er 5 stk kótilettur brúnaðarkartöflur grænarbaunir, rauðkál, smá feiti og rabbarasulta. Gos verður …
Grindvíkingar fengu skell gegn Víkingum heima
Eftir ágætis byrjun á tímabilinu var Grindvíkingum kippt harkalega niður á jörðina í gær þegar þeir steinlágu heima gegn Víkingum frá Ólafsvík, 1-3. Grindvík lék með vindinn í bakið í fyrri hálfleik en náði þó ekki að setja mark en Víkingar opnuðu seinni hálfleikinn með látum og komust fljótt í 0-2. Juan Manuel Ortiz Jimenez minnkaði muninn í uppbótartíma en hann …
Grindavík mætir ÍBV á morgun og stelpurnar leggja allt undir
Grindavík tekur á móti ÍBV í Pepsi-deild kvenna á morgun, þriðjudaginn 16. maí, kl. 17:15. Grindavík hefur farið vel af stað í vor og er með 6 stig eftir 3 umferðir. Stelpurnar ætla sér að fylgja þessum góða árangri eftir á morgun og leggja allt undir til að næla sér í 3 stig í viðbót. Mætum á völlinn og styðjum …
Fimleikamaraþon á morgun
Maraþon Fimleikadeildar UMFG verður haldið á morgun laugardaginn 13. maí frá klukkan 9:00 – 19:00. Iðkendur í elsta hóp ætla að vera í fimleikum í 10 klukkustundir og hafa safnað áheitum til að fjármagna æfingabúðir. Íþróttasalurinn verður opinn fyrir gesti þann á milli klukkan 14 og 16 þar sem hægt verður að fylgjast með iðkendum við æfingar.
Grindavík lagði KR á útivelli
Grindavíkurkonur fara vel af stað í Pepsi-deildinni en þær unnu KR á útivelli í gærkvöldi, 0-1. Grindavík var mun betri aðilinn í leiknum og sóttu stelpurnar nær látlaust frá fyrstu mínútu. Þrátt fyrir aragrúa marktækifæra leit aðeins eitt mark dagsins ljós en það var hin brasilíska Rilany Aguiar Da Silva. Hinir erlendu leikmenn Grindavíkur vorum í algjörum sérflokki á vellinum í …
Aron Snær valinn í júdólandsliðið
Aron Snær Arnarsson, júdókappi hjá UMFG hefur verið valinn í íslenska júdólandsliðið. Aron, sem er 16 ára gamall, er Íslandsmeistari í -90 kg flokki, 18 ára og yngri. Aron Snær mun um næstu helgi keppa með landsliðinu á Norðurlandamóti í Svíþjóð. Þar mun hann keppa í sínum flokki og í -90 kg flokki, yngri en 21 árs. Við óskum Aroni …