Strákarnir töpuðu á Króknum í baráttuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sótti bikarmeistara Tindastóls heim í gær í miklum baráttuleik. Grindvíkingar fóru ágætlega af stað og leiddu með 8 stigum í 2. leikhluta en þá kom 21-7 kafli hjá heimamönnum sem setti Grindvíkinga í erfiða stöðu og svo fór að lokum að Stólarnir fóru með sigur af hólmi, 94-82. J’Nathan Bullock var algjör yfirburðamaður í liði Grindavíkur með 33 stig …

Grindvíkingar tóku Keflvíkinga í kennslustund

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti nágrönnum okkar frá Keflavík síðastliðinn föstudag, í leik sem flestir áttu sennilega von á að yrði hörkuspennandi viðureign. Sú varð raunin eftir 1. leikhluta, jafnt á öllum tölum 17-17, en síðan ekki söguna meira. Grindavík setti í fluggírinn í öðrum leikhluta þar sem Keflvíkingar komu aðeins 6 stigum á blað og úrslitin í raun ráðin. Minni …

Nýtt stuðningsmannalag – Vígið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Vígið er nýjasta stuðningslag Grindavík en það kemur úr smiðju Sigurbjörns Daða Dagbjartssonar. Sibbi fékk margar af stærstu kanónum íslensku tónlistarsenunnar með sér í lið en það er Voice stjarnan Ellert Jóhannsson sem syngur. Myndbandið við lagið er ekki síðra en lagið sjálf, en það var Egill Birgisson sem safnaði saman mögnuðum klippum úr grindvískri íþróttasögu og klippti saman í …

Grindavík tapaði úti gegn ÍR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur sóttu ÍR heim á laugardaginn í 1. deild kvenna. Leikurinn var jafn framan af og var jafn í hálfleik, 26-26 en í seinni hálfleik sigu ÍR-ingar hægt og örugglega fram úr og lönduðu að lokum sigri, 55-44. Karfan.is fjallaði um leikinn í máli og myndum: ÍR sóttu góðan heimasigur í hörkuleik ÍR tók á móti Grindavík í Hertz-hellinum í …

Rilany og Vivian áfram með Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Kvennalið Grindavíkur hefur samið við hinar Brasilísku Rilany Aguiar Da Silva og Viviane Holzel Domingues um að leika með liðinu í Pepsi-deildinni sumarið 2018. Rilany lék með Grindavík í Pepsi-deildinni á síðasta tímabili, þar sem liðið endaði í 7. sæti. Hún lék sem bakvörður og kantmaður og skoraði 3 mörk. Rilany kemur aftur til Grindavíkur í lok apríl en hún …

Gunnar Þorsteinsson hjá Grindavík til loka 2020

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG og fyrirliðinn Gunnar Þorsteinsson gengu um helgina frá nýjum samningi við leikmanninn, sem gildir út árið 2020. Gunnar, sem er fæddur árið 1994, hóf sinn meistaraflokksferil hjá Grindavík 15 ára gamall sumarið 2009. Hann hélt síðan út til Englands og lék síðan með ÍBV í nokkur ár en snéri heim sumarið 2016 og hefur verið einn af máttarstólpum …

Grindavík lagði Keflavík – Dagur Ingi skoraði tvö

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík kom, sá, og sigraði í Suðurnesjaslagnum í Fótbolta.net mótinu í gær þegar liðið mætti Keflavík í Reykjaneshöllinni. Hetja Grindavíkur í þessum leik var hinn 17 ára Dagur Ingi Hammer Gunnarsson, en Dagur kom Grindvíkingum yfir á 6. mínútu og tvöfaldaði svo forskotið í upphafi síðari hálfleiks. Byrjunarlið Grindavíkur: 12. Kristijan Jajalo, 6. Aron Jóhannsson, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías …

Fjölnisstúlkur fóru með öll stigin úr Mustad-höllinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Fjölni í 1. deild kvenna í gærkvöldi. Fjölnisstúlkur tók forystu strax í upphafi leiks og létu hana aldrei af hendi, þrátt fyrir öflugar atlögur Grindavíkur. Lokatölur 62-74. Karfan.is fjallaði um leikinn: Grindavík tók á móti Fjölni í þriðju viðureign liðanna í 1. deild kvenna í vetur en liðin höfði skipt með sér sigrunum í fyrri viðureignum. …

Æfingagjöld UMFG 2018

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Greiðslumiðlun/Nóri æfingagjöld Næstu daga fá foreldrar rukkun um fyrri greiðslu æfingagjalda fyrir árið 2018 ef foreldrar hafa ekki nú þegar greitt æfingagjöldin og jafnframt er ítrekað að þegar að greiðsluseðill berst í heimabanka foreldra/forráðamanna þá er það Greiðslumiðlun sem sér um innheimtuna (16.000.- kr) fyrir börn sem verða 6 ára til 16 ára. Við minnum á að ef fólk óskar …

Grindavík gerði jafntefli við FH í Fótbolta.net mótinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og FH skildu jöfn í fyrsta leik liðanna í A-riðli Fótbolta.net mótsins, en leikið var á Akranesi. Lokatölur leiksins urðu 1-1 og komu bæði mörkin með stuttu millibili í fyrri hálfleik. Mark Grindavíkur skoraði Akureyringurinn Jóhann Helgi Hannesson.  Byrjunarlið Grindavíkur í leiknum: 12. Kristijan Jajalo; 6. Aron Jóhannsson, 7. Orri Hjaltalín, 8. Gunnar Þorsteinsson, 9. Matthías Örn Friðriksson, 10. …