Grindavík áfram í Mjólkurbikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla, en liðið lagði Víði í Garði gær, 2-4. Nemó kom Grindvíkingum á bragðið strax í upphafi leiks og var staðan orðin 0-3 áður en heimamenn náðu að klóra í bakkann. Sigur Grindvíkinga var aldrei í mikilli hættu en margir af yngri leikmönnum liðsins fengu að spila í gær og skoraði hinn …

Grindvíkingar töpuðu opnunarleiknum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar töpuðu fyrst leik Pepsi-deild karla þetta árið en FH voru gestir hér í Grindavík á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Steven Lennon á 34. mínútu, en þetta var 50. deildarmark hans á Íslandi. Grindvíkingar fengu sín færi í leiknum en náðu þó ekki að nýta þau og tap gegn sterkum FH-ingum staðreynd. Næsti leikur Grindavíkur í deildinni er útileikur …

Strákunum spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hefja leik í Pepsi-deild karla á laugardaginn, en þeir mæta FH-ingum hér heima í Grindavík í fyrsta leik. Grindvíkingar voru að öðrum liðum ólöstuðum spútniklið deildarinnar í fyrra og enduðu í 5. sæti eftir mjög góða byrjun á tímabilinu. Síðan þá hefur markakóngur deildarinnar, Andri Rúnar Bjarnason, horfið á braut í atvinnumennsku, og hópurinn í heild minnkað, en liðið hefur …

Stuðningsmannafundur með Óla Stefáni á Bryggjunni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, býður stuðningsmönnum til skrafs og ráðagerða á Bryggjunni í kvöld, fimmtudag, kl. 21:00. Óli ætlar að fara yfir komandi sumar, Pepsi-deildina 2018 og áherslur okkar fyrir sumarið.  Bryggjubræður bjóða uppá súpu og kaffi, en fundurinn verður á þriðju hæð Bryggjunnar, og hefst eins og áður sagði kl. 21:00.

Gunnar Már Gunnarsson nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Gunnar Már Gunnarsson er nýr formaður knattspyrnudeildar UMFG, en ný stjórn var kjörin á framhaldsaðalfundi síðastliðinn sunnudag. Jónas Karl Þórhallsson, sem gegnt hefur stöðu formanns um árabil, gaf ekki áframhaldandi kost á sér á aðalfundi deildarinnar í mars og þurfti því að halda framhaldsfund. Þar var Gunnar Már einn í framboði til formanns og samþykktur samhljóða.  Stjórn knattspyrnudeildar var kosin …

Fimm Grindvíkingar í U15 landsliðum Íslands

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þjálfarar U15 ára landsliðanna í körfubolta hafa nú valið sína lokahópa fyrir sumarið 2018. Um fjögur 9 manna landslið er að ræða, og hafa 18 leikmenn verið valdir í hvorn hóp. Liðin taka þátt á Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní. Fimm leikmenn Grindavíkur eru í þessum liðum, þar af fjórar stúlkur. Í stúlknalandsliðinu eru það þær Elísabet Ýr …

Daníel Guðni ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Njarðvíkingurinn Daníel Guðni Guðmundsson snýr aftur á kunnulegar slóðir í haust en hann hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla og kvenna í körfunni. Daníel er öllum hnútum kunnugur hér í Grindavík en hann lék með meistaraflokki karla hér á árum áður og hóf svo sinn þjálfaraferil sem þjálfari meistaraflokks kvenna veturinn 2015-2016. Árangur hans með liðið vakti mikla eftirtekt og var …

Skeytasala sunddeildar UMFG um helgina

SundÍþróttafréttir, Sund

Fermt verður í Grindavíkurkirkju dagana 25. mars, 8. apríl og 15. apríl næstkomandi, Sunddeild UMFG verður með skeytaþjónustu eins og síðasta ár . Við verðum í Gjánni við íþróttahúsið, Austurvegi, frá kl. 11:00-14:00 alla fermingardagana. Boðið verður uppá símaþjónustu. Þú hringir í síma 426-7775 og við tökum niður pöntunina.  ATH! Greiðslukortaþjónusta, ekki rukkað í hús. Verð á skeyti er 1.500 …