Pílufélag Grindavíkur mun halda aðalfund sinn þriðjudaginn 31. júlí næstkomandi kl. 20:00 í Gula húsi knattspyrnudeildarinnar. Dagskrá verður skv. lögum félagsins.
Grindvíkingar völtuðu yfir Keflavík í grannaslagnum
Grindvíkingar tóku á móti botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild karla í gær, í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Grindvíkingar höfðu aðeins hikstað í síðustu leikjum og voru því í kjörstöðu til að rétta stefnuna af gegn lánlausum Keflvíkingum, en gestirnir voru að sama skapi á ákveðnum tímamótum með nýjan þjálfara í brúnni. Það má segja að það hafi verið spurning um …
Rilany Da Silva til Atletico Madrid
Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Pepsi-deild kvenna en hin brasilíska Rilany Da Silva hefur gengið til liðs við spænska stórliðið Atletico Madrid. Atletico Madrid er ríkjandi meistari á Spáni og fer í Meistaradeildina næsta vetur. Rilany hefur verið í lykilhlutverki hjá Grindavík í ár og síðastliðið sumar en hún lék alla deildarleiki liðsins 2017 sem og alla deildarleikina það sem …
Grindavíkurkonur á taplausri braut
Grindavíkurkonur unnu góðan 2-1 sigur á KR í Pepsi-deildinni hér í Grindavík í gær. Var þetta 5 deilarleikur Grindavíkur í röð án taps, en þær töpuðu síðast þann 15. maí þegar Valskonur komu í heimsókn. Grindavík er nú í 5. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 8 leiki. Mörk Grindavíkur í gær skoruðu þær Helga Guðrún Kristinsdóttir og Rio Hardy …
Sigtryggur Arnar til Grindavíkur
Risastórar fréttir bárust frá Körfuknattleiksdeild UMFG í gærkvöldi þegar greint var frá því að Sigtryggur Arnar Björnsson væri genginn til liðs við Grindavík. Fréttir höfðu borist síðustu daga að viðræður um félagaskipti Arnars frá Tindastóli væru í gangi, sem voru svo staðfestar í gær með handabandi og fréttatilkynningu: „Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að við höfum náð samkomulagi …
Óli Stefán valinn þjálfari 1. – 11. umferða Pepsi deildarinnar
Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild karla, hefur verið valinn þjálfari fyrri hluta deildarinnar af Fótbolta.net. Grindvíkingar eiga einnig tvo fulltrúa í úrvalsliði fyrri hlutans, en það eru þeir Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði liðsins, og Kristijan Jajalo, markvörður liðsins. Grein Fótbolta.net og viðtal þeirra við Óla Stefán, má lesa hér að neðan: Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, er þjálfari umferða …
Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna
Hér að neðan eru vinningashafar og vinningskráin í Nafnalukku meistaraflokks kvenna. Vinningum verður komið til vinningshafa á allra næstu dögum. Þakka stelpurnar öllum sem styrktu þær með kaupum á miðum og vonandi eru allir með sól í hjarta hvort sem þeir unnu eða ekki. Við minnum í leiðinni á gríðarlega mikilvægan leik sem er gegn KR a heimavelli á miðvikudaginn kl …
Fýluferð til Vestmannaeyja
Grindvíkingar sóttu ekki gull í greipar Eyjamanna í gær þegar þeir steinlágu 3-0. Grindvíkingar áttu ekki góðan dag, hvorki varnar né sóknarlega og heimamenn fengu nokkur kjörin færi til að bæta við mörkum, en til allrar lukku fyrir okkar menn varð sú ekki raunin. Þrjú stig í gær hefðu lyft liðinu upp í 3. sæti en þess í stað höldum við …
8-liða úrslit í Mjólkurbikarnum á föstudaginn
Þá er komið að 8-liða úrslitum í Mjólkurbikarnum hjá stelpunum okkar, á útivelli gegn Val. Leikurinn fer fram á morgun, föstudag, kl. 19:15. Það hallar svolítið á okkur í tölfræði síðustu viðureigna milli þessar liða en eins og við Grindvíkingar vitum þá getur allt gerst og sérstaklega þegar bikarkeppnin er annars vegar. Við hvetjum okkar stuðningsfólk að leggja leið sína …
Stelpurnar sóttu stig til Eyja
Grindavíkurkonur sóttu 1 stig til Vestmannaeyja í gær þegar liðið gerði jafntefli við ÍBV, lokatölur 1-1. Hin enska Rio Hardy hélt áfram að bæta á markareikning sinn og skoraði sitt 4 mark í jafnmörgum leikjum í deildinni. Viviane Domingues, markvörður Grindavíkur, var valin besti leikmaður vallarins af lýsanda Fótbolta.net en hún varði nokkrum sinnum glæsilega og batt saman örugga vörn Grindavíkur …