17 ára í U19 landsliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Sigurjón Rúnarsson, leikmaður Grindavíkur í knattspyrnu, hefur verið valinn í U19 ára landslið Íslands sem mætir Albaníu í tveimur vináttulandsleikjum í september. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari liðsins, tilkynnti liðið í gær. Sigurjón, sem er varnarmaður fæddur árið 2000, hefur komið sterkur inn í lið Grindavíkur í sumar og leikið 8 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni. Frammistaða hans hefur vakið verðskuldaða athygli …

Tveir erlendir leikmenn semja við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG gekk á dögunum frá samningum við tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í vetur. Annars vegar við grískan bakvörð að nafni Michalis Liapis og hinsvegar við Jordy Kuiper sem er hollenskur miðherji og telur heila 206 cm. Michalis Liapis hefur leikið í Grikklandi og fór í gegnum allt unglingastaf PAOK þar í landi. Hann á að baki landsleiki með …

Grindavík tapaði 0-2 heima gegn Blikum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók á móti Breiðabliki í Pepsi-deild kvenna í gærkvöldi. Leikurinn var nokkuð jafn og áttu Grindavíkurkonur fín færi í leiknum en náðu þó aldrei að setja mark sitt á sterka vörn Blikanna. Það er engu að síður hægt að taka margt jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að uppskeran hafi verið rýr að þessu sinni. Með sigrinum tylltu …

Sophie O’Rourke í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur fengið liðsstyrk fyrir lokasprettinn í Pepsi-deild kvenna, en Sophie O'Rourke hefur skrifað undir samning við liðið. Sophie er 19 ára kantmaður frá Englandi, en hún hefur leikið með Reading í heimalandi sínu. Sophie greindi sjálf frá félagaskiptunum á Twitter. Koma Sophie til Grindavíkur er eflaust kærkomin á þessum tímapunkti en þrír leikmenn eru nú að yfirgefa liðið, þær Elena …

Grindvíkingar völtuðu yfir Keflavík í grannaslagnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild karla í gær, í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Grindvíkingar höfðu aðeins hikstað í síðustu leikjum og voru því í kjörstöðu til að rétta stefnuna af gegn lánlausum Keflvíkingum, en gestirnir voru að sama skapi á ákveðnum tímamótum með nýjan þjálfara í brúnni. Það má segja að það hafi verið spurning um …

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar hafa orðið fyrir blóðtöku í Pepsi-deild kvenna en hin brasilíska Rilany Da Silva hefur gengið til liðs við spænska stórliðið Atletico Madrid. Atletico Madrid er ríkjandi meistari á Spáni og fer í Meistaradeildina næsta vetur. Rilany hefur verið í lykilhlutverki hjá Grindavík í ár og síðastliðið sumar en hún lék alla deildarleiki liðsins 2017 sem og alla deildarleikina það sem …

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur unnu góðan 2-1 sigur á KR í Pepsi-deildinni hér í Grindavík í gær. Var þetta 5 deilarleikur Grindavíkur í röð án taps, en þær töpuðu síðast þann 15. maí þegar Valskonur komu í heimsókn. Grindavík er nú í 5. sæti deildarinnar með 9 stig eftir 8 leiki. Mörk Grindavíkur í gær skoruðu þær Helga Guðrún Kristinsdóttir og Rio Hardy …

Sigtryggur Arnar til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Risastórar fréttir bárust frá Körfuknattleiksdeild UMFG í gærkvöldi þegar greint var frá því að Sigtryggur Arnar Björnsson væri genginn til liðs við Grindavík. Fréttir höfðu borist síðustu daga að viðræður um félagaskipti Arnars frá Tindastóli væru í gangi, sem voru svo staðfestar í gær með handabandi og fréttatilkynningu: „Það er okkur mikið gleðiefni að tilkynna að við höfum náð samkomulagi …

Óli Stefán valinn þjálfari 1. – 11. umferða Pepsi deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur í Pepsi-deild karla, hefur verið valinn þjálfari fyrri hluta deildarinnar af Fótbolta.net. Grindvíkingar eiga einnig tvo fulltrúa í úrvalsliði fyrri hlutans, en það eru þeir Gunnar Þorsteinsson, fyrirliði liðsins, og Kristijan Jajalo, markvörður liðsins. Grein Fótbolta.net og viðtal þeirra við Óla Stefán, má lesa hér að neðan: Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, er þjálfari umferða …