Sjávarréttahlaðborð sunddeildarinnar á föstudaginn

SundÍþróttafréttir, Sund

Sjávarréttahlaðborð sunddeildar UMFG verður haldið í Gjánni föstudaginn 2. nóvember. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Sunddeildin hefur fengið Láka á Salthúsinu til liðs við sig en hann mun töfra fram dýrindis sjávarrétti úr hafinu umhverfis Grindavík. Forsala fer fram í anddyri íþróttamiðstöðvarinnar 1. nóvember milli kl. 18:00 – 22:00. Einnig má nálgast miða með því að hringja í …

Tiegbe Bamba til liðs við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa fengið góðan liðstyrk í Domino's deild karla en þeir hafa gert samning við Tiegbe Bamba. Bamba er fæddur í Frakklandi 1991 en er einnig vegabréf frá Fílabeinsströndinni og hefur leikið með landsliði þeirra, nú síðast í undankeppni HM. Bamba er skráður 2,01 metrar á hæð og getur leikið bæði sem bakvörður og framherji. Hann hefur komið víða við á …

Ískaldur 4. leikhluti kostaði Grindvíkinga sigurinn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar sóttu nágranna okkar í Þorlákshöfn heim í gær í Domino's deild karla. Mikil batamerki mátti greina á leik okkar manna og framan af leit út fyrir að góðar líkur yrðu á Grindvíkingar færu með sigur af hólmi. Undir lok þriðja leikhluta var staðan 61-67, Grindvíkingum í vil, en þá tók við óþægilega langur kafli þar sem Grindavík skoraði ekki …

Kroppast úr knattspyrnuliði Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Það er ljóst að Grindvíkingar munu tefla fram umtalsvert breyttu liði næsta sumar í Pepsi-deild karla en síðustu daga hefur hver fréttin á fætur annarri borist af brotthvarfi leikmanna. Stór hluti leikmannahóps liðsins var samingslaus þegar tímabilinu lauk. Fyrstur til að yfirgefa hópinn var markvörðurinn Kristijan Jajalo sem hefur þó ekki samið við nýtt lið ennþá en hann stefnir á að spila …

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG 25. október

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Aukaaðalfundur Knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn í Gulahúsinu fimmtudaginn 25. október kl 18:00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Kosinn formaður. 3. Kosnir 6 stjórnarmenn. 4. Kosnir 7 menn í varastjórn. 5. Kosnir 2 skoðunarmenn. 6. Fundi frestað. Félagar hvattir til að fjölmenna. Stjórn Knattspyrnudeildar UMFG.

Björn Berg Bryde til Stjörnunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Varnarjaxlinn Björn Berg Bryde hefur sagt skilið við Grindavík og samið við Stjörnuna í Garðabænum. Björn hefur verið einn af máttarstólpum liðsins síðustu misseri en hann lék 21 leik í Pepsi-deildinni í sumar og skoraði 2 mörk. Björn kom til Grindavíkur fyrir sumarið 2012 og hefur leikið allan sinn meistaraflokksferil með liðinu. Alls á hann að baki 126 leiki fyrir …

Búningamátun hjá körfunni í dag kl. 17:30

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í dag, þriðjudaginn 9. október, mun fara fram mátun á nýjum Errea búningum sem körfuboltinn er að fara að taka í notkun. Mátunin mun fara fram í íþróttahúsinu frá 17:30 til 20:30. Búningarnir verða svo afhentir um miðjan nóvember. Verð per búning (treyja og stuttbuxur) er 10.990 kr. og mun Errea alfarið sja um söluna. Hlökkum til að sjá sem flesta !

Leikskólakörfuboltaæfingar hefjast í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikskólaæfingar körfuknattleiksdeildar UMFG hefjast í dag, 9. október. Æfingarnar verða á þriðjudögum kl 17:30. Æfingarnar eru fyrir börn fædd 2013 og 2014 æfa strákar og stelpur saman. Foreldrar eru hvattir til að taka virkan þátt með börnunum á æfingum. Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir leikskólaæfingar körfuknattleiksdeildar. Þjálfarar verða Margrét Birna Valdimarsdóttir og Páll Axel Vilbergsson

Srdjan Tufegdzic (Túfa) ráðinn þjálfari meistaraflokks karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur samið við Srdjan Tufegdzic (Túfa) um þjálfun meistaraflokks karla næstu þrjú árin.  Túfa tekur við af Óla Stefáni sem fór til KA nýverið og má því segja að við höfum haft makaskipti á þjálfurum í þessum efnum.   Túfa var þjálfari hjá KA frá 2016 og þar á undan leikmaður hjá þeim frá árinu 2005.  Túfa er …

Stelpurnar unnu fyrsta nágrannaslag tímabilsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur fóru vel af stað í 1. deildinni í fyrsta leik tímabilsins núna á laugardaginn, þegar þær tóku á móti Njarðvík. Grindavík komst í 13-2 í upphafi leiks og má segja að þar með hafi tónninn verið settur fyrir leikinn og var sigur Grindavíkur aldrei í mikilli hættu en lokatölur leiksins urðu 79-66. Hrund Skúladóttir fór hamförum gegn sínum gömlu …