Nú er komið að hinni árlegu blómasölu drengjanna í 5. og 6. flokki. Stefnan er sett á N1 mótið á Akureyri og Orkumótið í Vestmannaeyjum. Blómasalan verður dagana 28. – 30. maí á planinu við Geo Hotel. Opnunartími verður eftirfarandi: Þriðjudaginn 28. maí frá kl. 16:00 – 19:00 Miðvikudaginn 29. maí frá kl. 16:00 – 19:00 Fimmtudaginn 30. maí frá …
Skráning stendur yfir í knattspyrnuskóla Grindavíkur
Skráning stendur nú yfir í knattspyrnuskóla Grindavíkur fyrir sumarið en boðið verður upp á 3 námskeið. Námskeiðin verða þrjú og skiptast í eftirfarandi tímabil: 3 vikur frá 3. – 20. júní 10.000 krónur 3 vikur frá 1. – 18. júlí 10.000 krónur 2 vikur frá 7. – 21. ágúst 7500 krónur Skráning fer fram á milos@grindavik.is og á Facebook síðu skólans. Með skráningu þarf …
Takk fyrir ykkar framlag!
Helgina 17-19 maí fór fram úrslitakeppni í 10. flokk stúlkna og drengja, auk unglingaflokks karla í körfuknattleik. Keppnin fór fram íþróttahúsinu hér í Grindavík og var í umsjón unglingaráðs körfuknattleiksdeildarinnar. Keppnin hófst á föstudagskvöldinu með undanúrslitum og lauk á sunnudag með úrslitaleikjum. Ekki var annað að sjá og heyra en að framkvæmd og utanumhald hafi tekist mjög vel. Til að …
Sigur gegn Fylki
Grindvíkingar tóku á móti Fylki á heimavelli í gærkvöldi í fimmtu umferð Pepsí Max-deildarinnar. Grindvíkingar unnu 1-0 en markið skoraði Josip Zepa með skalla á 74. mínútu. Það var eftir hornspyrnu frá Aroni Jóhannssyni sem boltinn hafnaði í netinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd fögnuðu heimamenn markinu innilega. Með sigrinum er Grindavík komið í 4-6. sæti með 8 …
Nýjar verklagsreglur vegna vals á íþróttafólki Grindavíkur
Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 14. maí sl. nýjar verklagsreglur við val á íþróttafólki Grindavíkur og munu reglurnar munu við val á íþróttafólki Grindavíkur árið 2019. Nýju reglurnar má nálgast hér. Helstu breytingar frá fyrri verklagsreglum eru að opnað er fyrir fleiri félög og/eða deildir að tilnefna íþróttafólk í kjörinu, tímasetningum vegna tilnefninga er flýtt frá því sem var, …
10. flokkur stúlkna Íslandsmeistarar
Um helgina urðu stúlkurnar í 10. flokki Íslandsmeistarar eftir að þær unnu nágranna sína í Njarðvík. Vefsíðan Karfan.is fjallar ítarlega um leikinn og 8-liða úrslitin. Þar má horfa á viðtöl við leikmenn og þjálfara. Grípum niður í umfjölllun Sigurbjörns Daða af vef Körfunnar: “Leikurinn byrjaði sem eign heimastúlkna og unnu þær 1. fjórðung 16-11 og var vörnin geysisterk. Áfram jókst munurinn …
Grindavík vann Aftureldingu 2-1
Grindavíkurstelpur tóku á móti Aftureldingu hér á heimavelli í gær kl. 14:00. Þetta var þeirra annar leikur í Inkasso-deildinni og höfðu þær betur. 2-1 var staðan í leikslok en það var Birgitta Hermannsdóttir sem skoraði bæði mörkin, annað á 24. mínútu og hitt á 87. mínútu. Staðan í deildinni er sú að Grindavík er í 6. sæti en efst eru …
Grindavík vann KR 2-1 á heimavelli
Grindavík vann sinn fyrsta sigur í Pepsi-Max deildinni í sumar þegar þeir lögðu KR hér á á heimavelli í gærkvöld. Lokatölur urðu 2-1 en tapið er það fyrsta hjá Vesturbæingum í sumar. Með sigrinum komst Grindavík upp í 7. sæti deildarinnar en Grindavík, KR og Fylkir eru jöfn að stigum, öll með 5 stig eftir sigur, tap og tvö jafntefli. …
Seinni úrslitahelgi yngri flokka fer fram í Grindavík um helgina
Seinni úrslitahelgi yngri flokka fer fram í Grindvaík núna um helgina 17.-19.maí. Í kvöld föstudag eru undanúrslitaleikir í unglingaflokki karla. Á morgun laugardag fara fram undanúrslita leikir í 10.flokki bæði karla og kvenna. Á sunnudeginum fara svo fram úrslitaleikirnir sjálfir í ofangreindum flokkum. 10.flokkur kvenna eru fulltrúar Grindavíkur þessa helgina, en þær spila sinn undanúrslitaleik kl 15:15 á laugardaginn gegn …
Helgi Jónas verður aðstoðarþjálfari
Körfuknattleiksdeildin tilkynnti í gærkvöldi að Helgi Jónas Guðfinnsson hefði verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla til tveggja ára. Í frétt deildarinnar segir að Helgi Jónas sé frábær viðbót inn í þá uppbyggingu sem er að eiga sér stað hjá deildinni. Það er ljóst að undirbúningur fyrir næsta tímabil er á fullu hjá stjórn körfuknattleiksdeildarinnar því áfram má vænta frétta frá félaginu. Vefsíðan óskar bæði körfuknattleiksdeild …