Fimleikadeildin óskar eftir þjálfurum

FimleikarFimleikar

Fimleikadeild UMFG óskar eftir aðstoðarþjálfurum fyrir næsta æfingaár. Áhugasamir sem eru 18 ára eða eldri geta sent inn umsókn á netfangið umfg@umfg.is Umsóknir skulu merktar Fimleikadeild – Aðstoðarþjálfari. Kveðja, Fimleikadeild UMFG.

Sala árskort hjá knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur hafið sölu á árskortum fyrir tímabilið hjá meistaraflokkum félagsins. Að þessu sinni ætlar deildin að beina ársmiðasölu sinni í gegnum miðasölu forritið Stubb sem selur miða á efstu deildir karla og kvenna. Árskortið gildir á alla deildarleiki hjá meistaraflokkum félagsins, karla og kvenna. Verðskrá: Einstaklingskort: 11.990 Gildir á alla heimaleiki karla og kvenna á Grindavíkurvelli tímabilið 2020 …

Sumaræfingar hjá körfuknattleiksdeild

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur verður með sumaræfingar fyrir iðkendur í sumar. Æfingarnar eru frá mánudegi til fimmtudags. 7.-8. bekkur   kl. 16:15-17:30, þjálfari Dagur Kár Jónsson. 9. – 10. bekkur kl. 16:15-17:30, þjálfari Ingvi Þór Guðmundsson.

Samið við tólf upprennandi leikmenn meistaraflokks

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleikdeild Grindavíkur hefur gert leikmannasamning við tíu og uppalda leikmenn fyrir komandi tímabil hjá meistaraflokki kvenna. Grindavík mun leika í 1.deildinni á næstu leiktíð undir stjórn Ólafar Helgu Pálsdóttur. Stór hluti þeirra leikmanna sem samið er við er að gera sinn fyrsta samning við félagið og kemur úr yngri flokka starfi félagsins. Um er að ræða mjög efnilega leikmenn og …

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fór fram 3. júní í Gjánni. Veittar voru einstaklings viðurkenningar allt frá minnibolta 10ára til elstu yngri flokka. Við óskum ykkur öllum tilhamingju og hvetjum ykkur til að halda áfram á sömu braut. MB 10 ára Ástundun: Helga Jara Bjarnadóttir Mestu framfarir: Sigurbjörg Brynja Helgadóttir Dugnaðarforkur: Helena Rós Ellertsdóttir MB 11 ára Ástundun: Aníta Rut …

Hæfileikamótun HRÍ fór fram í Grindavík

HjólHjól

Um síðustu helgi tóku 27 ungmenni á aldrinum 15-22 ára þátt í hæfileikamótun hjá Hjólreiðasambandi Íslands. Nýttu þau sér umhverfi Reykjaness til æfinga og einnig aðstöðu UMFG í Grindavík í fræðslufundi o.fl. Hjóladeild Grindavíkur tók þátt í verkefni og hjálpaði til við að halda utan um þessa hæfileikaríkur hjólreiðamenn.

Styrktu Grindavík með áskrift af Stöð2 Sport Ísland

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Tryggðu þér áskrift af Stöð2 Sport Ísland fyrir aðeins 3.990 kr./mán og styrktu um leið Grindavík! Nánar: www.stod2.is/vinnumsaman Með því að gerast áskrifandi að Stöð2 Sport til 1. desember styrkir þú þitt félag um 6.470 krónur og færð um leið aðgang að allri umfjöllun Stöðvar 2 Sports um íslenskan fótbotla, sem og aðrar íslenskar íþróttir sem verða á dagskrá næstu mánuðina. …

Jón Axel valinn íþróttamaður ársins hjá Davidson

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í gær þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir auðvitað fram íþróttafólki í ýmsum greinum, undir heitinu Davidson Wildcats, en frammistaða Jóns Axels á lokatímabili hans með körfuboltaliðinu stóð upp úr hvað karlkyns fulltrúa skólans varðar. Jón Axel kveður Davidson sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins …

Jafntefli í æfingaleik gegn Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Fjölnir mættust á Grindavíkurvelli í æfingaleik í dag. Leiknum lyktaði með 3-3 jafntefli í fjörugum leik. Staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Grindavík og náðu gulir 3-1 forystu í leiknum. Grindavík lék skemmtilega hápressu framan af leik sem gekk vel upp. Eftir um 60 mínútur gerðu bæði lið miklar breytingar á sínum liðum og jafnaðist þá leikurinn. Mörk …

Bjössi Hreiðars: Það eru mörg lið um hituna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

„Ég tók þátt í Getraunadeildinni og mig minnir að það hafi verið skemmtileg deild. Lengjan er komin núna og það er mjög gott,” sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net í gær um tíðindi dagsins en 1. deildin mun í sumar heita Lengjudeildin. Grindvíkingar eru að undirbúa sig fyrir komandi tímabil í Lengjudeildinni og þeir unnu ÍR 2-0 í vikunni. …