Eric Wise á leið til S-Kóreu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það ætlar ekki að ganga þrautalaust hjá Grindvíkingum að ráða til sín Kana þetta tímabilið í karlakörfunni. Fyrst var Hector Harold sendur heim áður en að keppni í Dominos deildinni hófst og nú hefur eftirmaður hans, Eric Wise, fengið tilboð frá S-Kóreu sem hann getur ekki hafnað. Eric var með 26 stig og rúm 10 fráköst í þeim 5 leikjum …

Grindavíkurkonur sóttu tvö stig í Ásgarð

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík sótti tvö dýrmæt stig í Garðabæinn í baráttunni í Dominos deild kvenna í gær, en bæði lið mættu nokkuð lemstruð til leiks. Þær Petrúnella og Helga eru báðar enn að glíma við eftirköst heilahristings og munar um minna fyrir Grindavík. Okkur konur voru með forystuna framan af en Stjarnan jafnaði leikinn í þriðja leikhluta. Grindvíkingar voru þó sterkari á …

14 Grindvíkingar í æfingahópum unglingalandsliðanna

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar eiga 14 fulltrúa í æfingahópum U15, U16 og U18 landsliða Íslands 2016 en hóparnir voru birtir á heimasíðu KKÍ í dag. Þar af eru 11 stúlkur úr Grindvík úr tveimur mjög sterkum og efnilegum árgöngum. Eftirfarandi leikmenn úr Grindavík voru valdir til æfinga sem verða dagana 19.-21. desember: U16 stúlkna Angela Björg SteingrímsdóttirHalla Emilía GarðarsdóttirHrund SkúladóttirTelma Lind Bjarkardóttir Viktoría Líf …

Einstefna í Mustad höllinni í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur komur endurnærðar til leiks í gær eftir landsleikjahlé í Dominos deild kvenna og unnu stórsigur á botnliði Hamars í gær, 102-48. Leikurinn var algjör einstefna frá fyrstu mínútu og gestirnir sáu aldrei til sólar. Staðan var 28-12 eftir fyrsta leikhluta og 54-25 í hálfleik. Okkar konur slökuðu lítið á í seinni hálfleik og unnu báða leikhlutana og leikinn að …

Átta ungir og efnilegir skrifa undir samning hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í gær skrifuðu átta ungir og efnilegir drengir undir þriggja ára samning við félagið. Jónas Þórhallsson formaður knattspyrnudeildar skrifaði fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jónas ræddi um þá Evrópuleiki sem félagið hefur leikið og nefndi hvað einstaklingsæfingar og sjálfsagi væri mikilvægur á þessum aldri til að ná árangri og nefndi nokkur dæmi um það. Strákarnir eru allir að hefja leik í …

Íslandsmeistararnir fóru illa með Grindvíkinga

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

KR-ingar mættu í heimsókn í Mustad höllina í gær og sýndu að það er engin tilviljun að þeir eru ríkjandi Íslandsmeistarar. Grindvíkingar héngu í þeim í byrjun en hægt og bítandi tóku KR leikinn algjörlega yfir og enduðu á að rúlla algjörlega yfir okkar menn sem áttu fá svör við leik KR-inga á báðum endum vallarins. Lokatölur urðu 73-93. Fréttaritari …

Opið hús hjá Judodeildinni um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Judó

Judodeild UMFG verður með opið hús helgina 28. – 29. nóvember 2015 í Gjánni í íþróttamiðstöðinni. Deildin fær góða gesti í heimsókn frá Judofélagi Reykjavíkur og munu 6-11 ára krakkar sem æfa judo með félaginu koma í heimsókn og byrja þau að æfa og keppa eftir hádegi á laugardeginum. Á sunnudegi byrja svo æfingar kl 10:00 að morgni. Allir velkomnir …

Góður sigur í Þorlákshöfn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar gerðu góða ferð eftir Suðurstrandarveginum á föstudagskvöldið þegar þeir sóttu sigur til Þorlákshafnar. Eric Wise var öflugur undir körfunni gegn hávaxnasta leikmanni deildarinnar, Ragga Nat, og skoraði 30 stig. Lokatölur leikins urðu 74-84 Grindvíkingum í vil. Karfan.is fjallaði um leikinn: „Í kvöld tókust Þór Þorlákshöfn og Grindavík á í Icelandic Glacial Höllinni í 7. umferð Domino´s deildar karla. Gestirnir …

Arnór Breki Atlason semur við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Arnór Breki Atlason hefur skrifað undir 2 ára saming við Grindavík. Arnór er ungur og efnilegur leikmaður sem kemur frá Keflavík, en hann er fæddur árið 1999. Meðfylgjandi mynd var tekin við undirskrift samningins.  

Sigrún Sjöfn fulltrúi Grindavíkur í landsliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þeir Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið þá 12 leikmenn sem halda á morgun til Ungverjalands og leika í fyrsta leik kvennalandsliðsins í undankeppni EuroBasket 2017. Grindavík átti þrjá fulltrúa í æfingahópnum en þær Björg Einarsdóttir og Petrúnella Skúladóttir þurftu báðar að draga sig útúr honum vegna meiðsla. Sigrún SJöfn Ámundadóttir verður því eini fulltrúi Grindavíkur í …