Bikarmeistarar Grindavíkur léku gegn Íslandsmeisturum Snæfells í úrslitaleik Powerade bikarsins núna á laugardaginn og er skemmst frá því að segja að bikarinn hefur yfirgefið Grindavík og er farinn í Stykkishólm. Leikurinn fór illa af stað fyrir okkar konur sem voru ekki að finna sig í skotunum sínum en eftir 6 mínútna leik voru þær aðeins búnar að skora eina körfu …
Bikarblaðið komið út
Bikarblað körfuknattleiksdeildarinnar er komið út, en eins og allir vita eru Grindvíkingar á leið með fjögur lið í bikarúrslit í ár. Stóri leikurinn er á morgun kl. 14:00 og gerum við ekki ráð fyrir öðru en að stúkan í Laugardalshöllinni verði fagurgul! Bikarblaðið var borið út í öll hús í Grindavík í gær en hér að neðan má sjá netútgáfu …
Meistaraflokkur karla gefur Abel sektarsjóðinn og skorar á önnur lið
Á dögunum bárust þær fréttir að Abel Dharia, markvörður ÍBV, væri með krabbamein. ÍBV stendur fyrir styrktarsöfnun fyrir Abel til að standa straum af lækniskostnaði og hafa leikmenn Grindavíkur ákveðið að gefa sektarsjóð sinn til söfnunarinnar og skora á fleiri lið að gera slíkt hið sama. Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta hringt í eftirfarandi númer eða lagt …
Forsalan á bikarúrslitin framlengd
Grindavíkingar athugið! Forsalan á bikarúrslitin hér í heimabyggð hefur verið framlengd. Hægt er að nálgast miðana hjá Lindu í Palóma, aðeins örfáir miðar eftir. Það er opið til 18:00 en Linda tekur við pöntunum í síma 777-3322 og verður með þetta heima hjá sér í kvöld. Sjáumst á morgun í gulri höll!
Mustad baráttukveðjur!
Mustad Autoline, Mustad Hooks og Ísfell ehf. óska körfuknattleiksliði kvenna í Grindavík góðs gengis í úrslitaleik gegn Snæfelli næstkomandi laugardag. Fyrirtækin eru stolt af árangri liðsins og ánægja ríkir með samstarfið við UMFG og þann íþróttaanda sem ríkir í Mustad-höllinni. Samstarfið hófst á haustmánuðum 2015 og gildir fram til vors 2018. Áfram Grindavík!
Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag
Góðir Grindavíkingar! Stóra stundin nálgast nú óðfluga. Stelpurnar okkar leika til úrslita í Powerade bikarnum núna á laugardaginn, í Laugardalshöll kl. 14:00. Forsala miða á leikinn er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma og henni lýkur í dag kl. 18:00. Miðarnir kosta 2.000 kr í forsölu og gildir miðinn á báða úrslitaleikina. Athugið að miðinn kostar 2.500 kr …
Gulur dagur á morgun
Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll um helgina, þar sem Grindavík á fjögur lið. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í höllina, en forsölu lýkur í dag kl. 18:00 í Palóma. Til að keyra upp bikarstemminguna verður gulur dagur á morgun hjá stofnunum bæjarsins og hvetjum við alla til að mæta …
Judo æfingar fyrir 3-5 ára
Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 02.mars kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun vera í mars og apríl á miðvikudögum kl 16:00 og kosta þessir tveir mánuðir 10.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG https://umfg.felog.is/
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2016, kl. 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3. Dagskrá:– Venjuleg aðafundarstörf– Skýrsla stjórnar– Ársreikningur– Skýrsla unglingaráðs– Önnur málIðkenndur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG
Grindavík vann nágrannaslaginn í Keflavík
Grindvíkingar virðast heldur betur vera að rétta úr kútnum í Dominosdeild karla en þeir hafa nú unnið tvö topplið röð. Fyrst gegn Stjörnunni á föstudaginn og svo í gær gegn toppliði Keflavíkur. Leikmönnum var nokkuð heitt í hamsi í gær en okkar menn létu dómarana ekki fara í skapið á sér heldur sigldu sigrinum sallarólegir í höfn, en þeir fóru …