Forsölu á bikarleikinn lýkur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Góðir Grindavíkingar! Stóra stundin nálgast nú óðfluga. Stelpurnar okkar leika til úrslita í Powerade bikarnum núna á laugardaginn, í Laugardalshöll kl. 14:00. Forsala miða á leikinn er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma og henni lýkur í dag kl. 18:00. Miðarnir kosta 2.000 kr í forsölu og gildir miðinn á báða úrslitaleikina. Athugið að miðinn kostar 2.500 kr á leikdegi, svo það vinna allir ef miðarnir eru keyptir heima í héraði.

Leikjaplan Poweradebikarúrslita · Úrslitaleikir í Laugardalshöllinni 12.-14. febrúar 2016

Föstudagur 12. febrúar
Kl. 18:00 · 9. flokkur stúlkna · Grindavík-Njarðvík

Laugardagur 13. febrúar
Kl. 14:00 · Úrslitaleikur kvenna · Snæfell-Grindavík
Kl. 16:30 · Úrslitaleikur karla · KR-Þór Þorlákshöfn

Sunnudagur 14. febrúar
Kl. 10:00 · 10. flokkur drengja · Haukar-Breiðablik
Kl. 12:00 · 9. flokkur drengja · Stjarnan-Þór Akureyri
Kl. 14:00 · 10. flokkur stúlkna · Grindavík-KR
Kl. 16:00 · Drengjaflokkur · Njarðvík-ÍR
Kl. 18:00 · Stúlknaflokkur · Njarðvík-Keflavík
Kl. 20:00 · Unglingaflokkur karla · Grindavík-Haukar

Beinar útsendingar frá öllum leikjum helgarinnar!
RÚV sýnir beint úrslitaleiki karla og kvenna í meistaraflokki
Aðrir leikir verða í beinni á Youtube-rás KKÍ sem verður aðgengileg á kki.is.