Góð barátta Grindvíkinga dugði ekki til sigurs í Sýkinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar mættu til leiks með skýr markmið á Sauðárkróki í gær enda sæti í úrslitakeppninni nánast að renna þeim úr greipum. Ekki fór leikurinn gæfulega af stað fyrir okkar menn en Chuck Garcia hefur kennt sér meins í lungum undanfarna daga og var í mikilli andnauð inná vellinum. Hann neyddist því til að fá sér sæti á bekknum og kom …

Alexander Veigar snýr heim

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Alexander Veigar Þórarinsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík á nýjan leik en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindvíkinga í gærkvöldi. Alex lék með Grindavík á árunum 2005-2008 en hefur síðan leik með Fram, Reyni Sandgerði, BÍ/Bolungarvík og síðast með Þrótti sem hann hjálpaði upp í úrvalsdeild á liðnu sumri.  Alex er ekki fyrsti leikmaður Grindavíkur …

Andlausir Grindvíkingar steinlágu gegn Haukum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Haukar heimsóttu Mustad höllina í gær í leik sem var í raun upp á líf og dauða fyrir Grindvíkinga. Tap myndi þýða að úrslitakeppnin væri nánast úr sögunni en það var þó ekki að sjá á leik þeirra að það væri mikið undir í þessum leik. Meðan Haukarnir léku við hvurn sinn fingur sveif algjört andleysi yfir vötnum hjá heimamönnum …

Tap gegn Val – baráttan um úrslitakeppnissæti harðnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það var mikið undir þegar Grindavík og Valur mættust í Mustad höllinni í gær en liðin eru í harði baráttu við Keflavík um sæti í úrslitakeppninni í vor. Grindvík byrjaði leikinn betur en 3. leikhluti var eign Valskvenna sem fóru að lokum með sigur af hólmi, 58-63. Fréttaritari síðunnar var á leiknum og fjallaði um leikinn en þessu umfjöllin birtist …

7. flokkur kvenna selur Grindavíkurbrúsa

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Við vekjum athygli á að stelpurnar í 7. flokki kvenna í fótbolta eru að fara ganga hús næstu daga og selja Grindavíkurvatnsbrúsa vegna fjáröflunar fyrir Símamótið í sumar. Brúsinn kostar 1000kr og tilvalinn til að taka með í ræktina. Styðjum við bakið á móti okkar stúlkum og tökum vel á móti þeim þegar þær banka upp á.  

Lykilleikur í Mustad höllinni í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur taka á móti stöllum sínum úr Val í Dominosdeild kvenna í kvöld í leik sem er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en það er mjög þéttur pakki þriggja liða í sætum 3-5. Fjögur efstu sætin í deildinni tryggja þátttökurétt í úrslitakeppninni, en fyrir leikinn í kvöld er staðan í deildinni svona: 1. Snæfell   17/2   34 stig  2. …

Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis 1.-3. apríl

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. – 3. apríl. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna.  Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn …

Súrt tap gegn KR

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkingar sóttu KR heim í Dominosdeild karla í gærkvöldi en Grindvíkingar berjast nú með kjafti og klóm fyrir sæti í úrslitakeppninni í apríl. Það var ljóst fyrir leikinn að okkar menn þyrftu að leggja sig alla fram enda KR-ingar verið með betri liðum í vetur og ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Eftir þokkalega frammistöðu í fyrstu þremur leikhlutunum kláraðist á tanknum …

Bikarmót TKI

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Um síðustu helgi fóru krakkarnir úr Taekwondo deildinni á Bikarmót TKI í Reykjavík, Það mátti nú vita það að enn og aftur komu krakkarnir heim með flotta sigra og stóðu sig frábærlega eins og alltaf, hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra:   Markús Eðvarð Karlsson – Brons í bardaga Fjölnir Z Þrastarson – Silfur í bardaga Adrían Elí Mikaelsson …