Alexander Veigar snýr heim

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Alexander Veigar Þórarinsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík á nýjan leik en hann skrifaði undir tveggja ára samning við Grindvíkinga í gærkvöldi. Alex lék með Grindavík á árunum 2005-2008 en hefur síðan leik með Fram, Reyni Sandgerði, BÍ/Bolungarvík og síðast með Þrótti sem hann hjálpaði upp í úrvalsdeild á liðnu sumri. 

Alex er ekki fyrsti leikmaður Grindavíkur sem kemur til baka á heimaslóðir fyrir komandi tímabil en Gunnar Þorsteinsson samdi við Grindavík í nóvember, eftir að hafa leikið með ÍBV undanfarin ár.