Aðalfundur sunddeildar, judodeildar, fimleikadeildar, taekwondodeildar og skotdeildar fer fram þriðjudaginn 29. mars 2016 kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf
Knattspyrnuskóli UMFG og Lýsis 1.-3. apríl
Knattspyrnudeild UMFG og Lýsi halda knattspyrnunámskeið fyrir stráka og stelpur helgina 1. – 3. apríl. Með stolti kynnum við til sögunnar knattspyrnuskóla knattspyrnudeildar UMFG og Lýsis 2016 fyrir 3. – 5. flokk stráka og stelpna. Mikil áhersla er lögð á að einstaklingurinn fái að njóta sín í knattspyrnuskólanum. Unnið er í litlum hópum og er markmiðið að hver og einn …
Páskaopnunartími sundlaugar
Hér að neðan má sjá páskaopnun sundlaugarinnar 2016: 20. mars Pálmasunnudagur Opið 10:00-15:00 24. mars Skírdagur Opið 10:00-15:00 25. mars Föstudagurinn langi LOKAÐ 26. mars Laugardagur fyrir páska Opið 10:00-15:00 27. mars Páskadagur LOKAÐ 28. mars Annar í páskum Opið 10:00-15:00 21. apríl Sumardagurinn fyrsti Opið 10:00-15:00 1.maí Verkalýðsdagurinn LOKAÐ
Öruggur heimasigur um helgina – úrslitakeppnin í sjónmáli
Grindavíkurkonur náðu sér í mikilvægan sigur um helgina í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni þegar þær sigruðu Stjörnuna, 83-66. Þær sitja því í 4. sætinu einar í augnablikinu en Keflavík tapaði fyrir Haukum um helgina. Síðasti leikur Grindavíkur í deildinni er einmitt gegn Keflavík og er ekki ósennilegt að það verði hreinn úrslitaleikur um 4. og síðasta sætið í úrslitakeppninni. …
Grindavík tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með góðum sigri á Njarðvík
Grindvíkingar tryggðu sér farseðil í úrslitakeppnina 24. árið í röð í gær með góðum sigri á Njarðvík, 100-85. Grindvíkingar mæta því KR annað árið í röð í 8-liða úrslitum. Fréttaritari síðunnar var að sjálfsögðu á leiknum að fara úr stressi en kom samt þessum texta frá sér sem birtist á karfan.is í gær: Grindavík í úrslitakeppnina 24. árið í röð …
Stelpurnar sóttu sigur í Frystikistuna
Grindavíkurkonur ætla ekki að gefa neitt eftir í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni en þær sóttu tvö dýrmæt stig í Hveragerði í gær. Þó svo að Hamar sitji á botni deildarinnar létu þær Grindavík hafa töluvert fyrir sigrinum en hann hafðist þó að lokum, lokatölur 72-80. Whitney Frazier var stigahæst Grindvíkinga með 24 stig og 14 fráköst. Sigrún Sjöfn átti …
Lokaumferð Dominos deildar karla í kvöld
Lokaumferð Dominos deildar karla fer fram í kvöld og er mikið undir hjá Grindvíkingum þar sem að sæti í úrslitakeppninni er í húfi. Til þess að komast þar inn verða okkar menn bæði að vinna sinn leik gegn Njarðvík og stóla á að Snæfell misstígi sig gegnum Þórsurum þar sem að liðin eru jöfn að stigum í 8. og 9. …
Bílabón meistaraflokks karla um helgina
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu mun standa fyrir fjáröflun um helgina, frá föstudegi til sunnudags, en þeir ætla að bóna bíla eins og enginn sér morgundagurinn. Er þetta liður í fjáröflun fyrir æfingaferð til Spánar sem farin verður 19. mars. Hægt er að panta bón í síma 659-7379 (Ivan) eða 844-9820 (Anton) Innifalið í bóninu er: tjöruhreinsun, þvottur, bón og þrif …
Flottur árangur í Skólahreysti
Síðastliðinn fimmtudag fór fram í Keflavík undankeppni Skólahreysti þar sem Grindvíkingar áttu fjóra keppendur. Leon Ingi Stefánsson keppti í armbeygjum og dýfum, Angela Björg Steingrímsdóttir keppti í hreystigripi og armbeygjum og þau Andri Hrafn Vilhelmsson og Regína Þórey Einarsdóttir kepptu í hraðarbrautinni. Krakkarnir stóðu sig öll mjög vel. Til að mynda var Angela með þriðja besta tímann í hreystigripi og er …
Maciej Majewski sleit hásin á æfingu – frá keppni í hálft ár
Grindvíkingar hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku fyrir komandi knattspyrnusumar en markvörðurinn pólski, Maciej Majewski sleit hásin á æfingu í vikunni. Má búast við að Maciej verði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og mun því lítið sem ekkert geta spilað með Grindavík í 1. deildinni í sumar. Maciej er ekki eini leikmaður Grindavíkur sem glímir við meiðsli þessa …