Grindavíkurkonur gerðu góð ferð í Mosfellsbæ í gær þar sem þær lögðu heimakonur í Aftureldingu, 1-4. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Anna Þórun Guðmundsdóttir og Linda Eshun skoruðu sitt markið hvor. Þessa úrslit þýða að Grindavík hefur tryggt sér efsta sætið í B-riðli þegar ein umferð er eftir, en þær mæta liði Augnabliks í lokaumferðinni föstudaginn …
Skvísu-leikfimi í Gym heilsu
Birgitta Káradóttir mun bjóða uppá skvísu-leikfimi í Gym Heilsu í haust ef næg þáttaka fæst. Námskeiðið er í 6 vikur, tvisvar sinnum í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19:45-20:45. Gjald fyrir námskeiðið er 6.000kr og greiðist til Birgittu – þáttakendur þurfa að eiga gilt kort í Gym Heilsu. Með því að eiga kort er líka hægt að sækja opna tíma samkvæmt gildandi …
Grindavík á toppi Inkasso-deildarinnar
Grindavík tyllti sér á topp Inkasso-deildarinnar með góðum útisigri á Leikni í gær, 0-3. Á sama tíma gerðu KA og Keflavík jafntefli og er Grindavík því komið á topp deildarinnar, einu stigi á undan KA og 8 stigum á undan Keflavík, þegar 6 leikir eru eftir. Grindvíkingar fóru brösulega af stað í leiknum en náðu þó að verjast sóknaraðgerðum …
Annar toppslagur í kvöld – Mikið í húfi
Það er skammt stórra högga á milli í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Í kvöld kl. 18:30 (athugið breyttan leiktíma) verður annar toppslagur þegar Grindavík sækir Leikni heim á Leiknisvelli í Breiðholti. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar en Leiknir í því fjórða og því er gríðarlega mikið í húfi fyrir kvöldið. Frábær aðsókn var á grannaslaginn við Keflavík um daginn …
Lokahátíð knattspyrnuskólans á föstudaginn
Lokahátíð knattspyrnuskóla UMFG og Lýsis verður föstudaginn 19.ágúst klukkan 11:00Allir krakkar sem hafa mætt í knattspyrnuskólann í sumar eru velkomnir – mæta bara hressir og kátir Dagskrá: Sambabolti – vítakeppni – pizzuveisla og margt fleira
Möllerinn á Húsatóftavelli
Föstudaginn 16. september næstkomandi verður Möllerinn haldinn á Húsatóftavelli en mótið er fyrirtækjamót Golfklúbbs Grindavíkur. Mótið er kennt við Jóhann Möller sem er upphafsmaður golfíþróttarinnar í Grindavík. Aðalgeir Jóhannsson fyrrverandi formaður GG setti þetta mót á laggirnar þann 17. ágúst árið 2000 og því verður þetta í sautjánda sinn sem Möllerinn er spilaður í Grindavík. Möllerinn í ár verður spilaður með …
Grindavík sigraði toppslaginn – 6 stiga forskot á Keflavík
Grindavík lagði granna sína frá Keflavík í toppslag Inkasso-deildarinnar í gær en fyrir leikinn munaði aðeins 3 stigum á liðunum sem sátu í 2. og 3. sæti. Mjög góð mæting var á Grindavíkurvöll og hefur stúkan ekki verið jafn þétt setin lengi. Fyrri hálfleikur var fremur bragðdaufur þar sem Keflvíkingar voru öllu hættulegri í sínum aðgerðum. Þeir vildu fá víti …
Stelpurnar tryggðu sig í úrslitakeppnina
Grindavíkurkonur unnu góðan sigur á Fjölni í gær, 0-2 á útivelli, þar sem Linda Eshun skoraði bæði mörkin. Þetta var 10 sigur liðsins í sumar og hafa þær nú tryggt sig inn í úrslitakeppnina um sæti í Pepsi-deildinni að ári. Frábært sumar hjá stelpunum en þær hafa aðeins fengið á sig þrjú mörk í 12 leikjum en skorað 39. Vonandi …
Stórleikur á Grindavíkurvelli í kvöld, ákall frá Stinningskalda
Það verður risastór grannaslagur á Grindavíkurvelli í kvöld þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn. Leikurinn er nánast upp á líf og dauða fyrir bæði lið, en Grindavík er 1 stigi frá toppnum í öðru sæti og Keflavík kemur svo strax á hæla okkar með þremur stigum minna. Leikurinn er því afar mikilvægur fyrir okkar menn og hvetjum við …
Nágranna- og toppslagur á Grindavíkurvelli
Kæru stuðningsmenn Grindavíkur! Strákarnir okkar spila einn mikilvægasta leik sinn í mörg ár þegar nágrannar okkar í Keflavík koma í heimsókn á Grindavíkurvöll á fimmtudaginn kl. 19:15. Þetta er risaslagur þar sem barist er um sæti í Pepsideild karla. Við hvetjum Grindvíkinga til þess að mæta tímalega í gulu á Grindavíkurvöll og styðja strákana okkar til sigurs. ÁFRAM GRINDAVÍK!