Það er skammt stórra högga á milli í Inkassodeild karla í knattspyrnu. Í kvöld kl. 18:30 (athugið breyttan leiktíma) verður annar toppslagur þegar Grindavík sækir Leikni heim á Leiknisvelli í Breiðholti. Grindavík er í 2. sæti deildarinnar en Leiknir í því fjórða og því er gríðarlega mikið í húfi fyrir kvöldið. Frábær aðsókn var á grannaslaginn við Keflavík um daginn og vonandi verður góður straumur stuðningsmanna á Leiknisvöll í kvöld. Áfram Grindavík.