Grindavíkurkonur tryggðu sér efsta sætið í B-riðli

Ungmennafélag Grindavíkur Íþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu góð ferð í Mosfellsbæ í gær þar sem þær lögðu heimakonur í Aftureldingu, 1-4. Lauren Brennan skoraði tvö mörk fyrir Grindavík og þær Anna Þórun Guðmundsdóttir og Linda Eshun skoruðu sitt markið hvor. Þessa úrslit þýða að Grindavík hefur tryggt sér efsta sætið í B-riðli þegar ein umferð er eftir, en þær mæta liði Augnabliks í lokaumferðinni föstudaginn 26. ágúst.

Sumarið hefur verið frábært hjá Grindavík þetta árið en þær hafa aðeins tapað einum leik og gert eitt jafntefli og markatalan er 43-4 í 13 leikjum. Björninn er þó ekki að fullu unninn því efstu liðin í riðlum 1. deildar keppa svo til úrslita um laus sæti í efstu deild að ári.