Uppskeruhátíð yngri flokka, 5., 6., 7. og 8. flokks karla og kvenna verður haldin miðvikudaginn 7. september kl. 16:00-17:00 í Hópinu. Dagskrá: – Viðurkenningar afhentar– Unglingaráð grillar fyrir gesti– Meistaraflokksleikmenn koma og sýna knattþrautir. Foreldrar sérstaklega velkomnir. Svo fjölmennum við yfir á aðalvöllinn þar sem meistaraflokksstelpurnar keppa í úrslitakeppni 1. deildar á móti Víkingi frá Ólafsvík kl. 17:15 – Frítt …
Æfingagjöld UMFG 2016-2017
Er barnið þitt skráð í þær íþróttir sem það ætlar að stunda í vetur? Til þess að sjá hvort að barnið þitt sé nú þegar skráð í þær íþróttir sem það stundaði þá ferðu inn skráningasíðuna hér. Þú skráir þig inn og velur þá barnið sem á að skrá, ef barnið er nú þegar skráð í þær íþróttir sem það …
Æfingatöflur allra deilda í íþróttamiðstöðinni veturinn 2016-2017
Æfingatöflur allra deilda sem æfa í íþróttamiðstöð Grindavíkur í vetur eru nú klárar, en þær hafa örlítið verið uppfærðar frá fyrstu útgáfu. Nýja taflan tekur gildi í dag, mánudaginn 5. september. Töfluna má sjá í heild sinni hér að neðan á pdf formi. Æfingatöflur veturinn 2016-2017
Dröfn Einarsdóttir valin í U19 landsliðið fyrir undankeppni EM
Fyrir helgi var tilkynnti KSÍ hvaða leikmenn voru valdir í landslið U19 kvenna sem leikur í undankeppni fyrir Evrópumeistaramótið en leikið verður í riðlakeppni sem fram fer í Finnlandi 15. – 20. september næstkomandi. Fulltrúi Grindavíkur í hópnum er hin efnilega Dröfn Einarsdóttir en Dröfn hefur verið í lykilhlutverki hjá meistaraflokki kvenna undanfarin tvö sumur þrátt fyrir ungan aldur. Dröfn …
Viktoría Líf til liðs við Stjörnuna
Hin efnilega Viktoría Líf Steinþórsdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna í Garðabæ. Viktoría, sem fædd er árið 2000, hefur látið rækilega að sér kveða með U15 og U16 ára landsliðum Íslands síðastliðin ár og var einnig farin að banka hressilega á dyrnar hjá meistaraflokki síðastliðinn vetur. Hún er nú flutt á höfuðborgarsvæðið til þess að stunda nám og mun …
Stelpurnar í góðri stöðu – unnu Víking 0-4
Stelpurnar í meistaraflokki kvenna gerðu góða ferð vestur á Snæfellsnes á laugardaginn þar sem þær unnu lið Víkings í Ólafsvík, 0-4. Leikurinn var fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna þar sem leikið er um sæti í úrvalsdeild að ári. Seinni leikurinn verður hér í Grindavík á miðvikudaginn kl. 17:15. Markaskorarar Grindavíkur voru þær Marjani Hing-Glover sem setti …
Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni 2017!
Það er nú ekki oft sem við splæsum í upphrópunarmerki í fyrirsögnum hér á síðunni en nú er fullt tilefni til því að Grindavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili! Með 1-0 sigri á Fjarðabyggð á laugardaginn er ljóst að liðið getur ekki endað neðar en í 2. sæti. Nú er ekkert eftir nema að vinna …
Grindavíkur leikur í Pepsi-deildinni 2017!
Það er nú ekki oft sem við splæsum í upphrópunarmerki í fyrirsögnum hér á síðunni en nú er fullt tilefni til því að Grindavíkur hefur tryggt sér sæti í Pepsi-deild karla á næsta tímabili! Með 1-0 sigri á Fjarðabyggð á laugardaginn er ljóst að liðið getur ekki endað neðar en í 2. sæti. Nú er ekkert eftir nema að vinna …
Íþróttaskóli UMFG á laugardögum í vetur
Íþróttaskóli UMFG hefst laugardaginn 10.september. Íþróttaskólinn er fyrir börn á leikskólaaldri sem vilja auka hreyfigetu, jafnvægi, styrk, úthald og boltafærni. Salnum er skipt í tvö aldurskipt æfingasvæði. Í öðrum salnum er áhaldahringur þar sem börnin gera ýmsar æfingar og í hinum salnum er notast við bolta og ýmsar þrautir. Æfingar fara fram í íþróttahúsinu alla laugardaga kl 10:00-10:40 og foreldrar fylgja …
Fimleikadeild UMFG – æfingatafla 2016-2017
Æfingatöflur fimleikadeildar UMFG fyrir veturinn 2016-2017 eru klárar, en æfingar í vetur verða eftirfarandi: Þriðjudagar Stóri salur14:30 – 15:15 3.-5. bekkur15:15 – 16:00 1.-2. bekkur16:00 – 16:45 Leikskóli yngri (2013-2014)16:45 – 17:30 Leikskóli eldri (2011-2012) Fimmtudagar Stóri salur14:30 – 15:45 3.-5. bekkur15:45 – 16:30 1.-2. bekkur16:30 – 18:00 6.-10. bekkur Litli salur 18:00 – 19:00 6.-10. bekkur Sunnudagar Stóri salur09:30 …