Bræðraslagur í Keflavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður bræðraslagur í Keflavík í kvöld þegar Grindavík mætir í heimsókn en bræðurnir Dagur Kár og Daði Lár Jónssyni leika með sitthvoru Suðurnesjaliðinu. Dagur gaf það út á dögunum í viðtali við karfan.is að hann ætlaði að láta litla bróður finna fyrir því í leiknum. Leikurinn hefst kl. 20:00 og hvetjum við Grindvíkinga að sjálfsögðu til að mæta …

Morgunæfingar með Lewis Clinch

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur ætlar nú að bjóða uppá morgunæfingar fyrir alla iðkendur, 12 ára og eldri. Lewis Clinch mun sjá um þjálfun á þessum æfingum. Lewis hefur getið sér gott orð í einstaklingsþjálfun og því er þetta kjörið tækifæri fyrir krakkana okkar að taka framförum undir handleiðslu eins allra besta leikmanns Domino’s deildarinnar. Æfingarar verða á miðviku- og föstudögum milli kl. …

Leikjaskráin á netið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildarinnar var dreift í öll hús núna á haustdögum, en nú er komið rafrænt eintak hér á síðuna fyrir þá sem eru ekki svo lánsamir að búa í Grindavík en vilja samt fylgjast með körfuboltanum.  Smellið hér til að hlaða leikjaskránni niður

Ingibjörg og Ingunn báðar í 12 manna landsliðshópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

A-landslið kvenna í körfubolta kom saman til æfinga á dögunum og áttu Grindvíkingar tvo fulltrúa í 15 manna hópnum. Nú hefur verið tilkynnt um það hvernig 12 manna lokahópurinn fyrir leikinn gegn Slóvakíu ytra á laugardaginn er skipaður og eru þær Ingibjörg Jakobsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir báðar í hópnum.  Landslið Íslands gegn Slóvakíu: Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · 6 …

Grindavíkurkonur steinlágu í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Okkar konur fara nú inn í landsleikjahlé í Domino’s deild kvenna á botni hennar, en þær töpuðu illa fyrir Keflavík um helgina, 84-66. Grindavík sá aldrei til sólar í þessum leik og munu væntanlega nýta hléið vel til að stilla saman strengi undir stjórn nýs þjálfara, Bjarna Magnússonar. Karfan.is fjallaði um leikinn: Keflavík tók á móti nágrönnum sínum í Grindavík …

Grindavík í 3. sætið eftir sigur á Njarðvík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tók á móti Njarðvík í sannkölluðum nágrannaslag á fimmtudaginn. Leikurinn var nokkuð jafn en Grindavík þó alltaf skrefi framar og lönduðu að lokum góðum sigri, 95-83. Með þessum sterka sigri tyllti Grindavík sér í 3. sæti deildarinnar með 4 sigra í fyrstu 6 leikjum deildarinnar. Hinn mikli meistari Jón Björn Ólafsson mætti á leikinn fyrir hönd karfan.is og gerði …

Brynjar Ásgeir Guðmundsson með Grindavík í Pepsí-deildinni í sumar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar gengu í morgun frá samningum við nýjan leikmann þegar Brynjar Ásgeir Guðmundsson stakk niður penna í Gula húsinu. Brynjar sem er 24 ára og kemur frá FH getur leikið í flestum stöðum í vörn og miðju á og á að baki fjölmarga leiki með yngri landsliðum Íslands. Við bjóðum Brynjar velkominn til Grindavíkur  Fótbolti.net greindi einnig frá: Brynjar Ásgeir …

Tap á Ásvöllum í jöfnum leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurkonur gerðu sér ekki ferð til fjár í Hafnarfjörðinn í gær þegar þær töpuðu fyrir Haukum, 65-58. Leikurinn var í járnum nánast fram að 39. mínútu þegar Haukar sigu fram úr og sigldu sigrinum heim. Úrslitin þýða að Grindavík situr nú á botni deildarinnar ásamt Val, með 2 sigra í 8 leikjum.  Karfan.is var á staðnum: Haukar unnu góðan liðssigur …

Ingibjörg og Embla fulltrúar Grindavíkur í landsliðshópnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Framundan í nóvember eru tveir síðustu landsleikirnir í undankeppni EM, EuroBasket kvenna 2017, hjá kvennalandsliðinu í körfuknattleik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari, og Bjarni Magnússon, aðstoðarþjálfari, hafa valið 15 manna æfingahóp sem kemur fyrst saman þann 13. nóvember til æfinga. Grindavík á tvo fulltrúa í hópnum, þær Ingibjörgu Jakobsdóttur og Ingunni Emblu Kristínardóttur. 15 manna æfingahópur Íslands: Berglind Gunnarsdóttir – Snæfell · 6 …

Nágrannaslagur í kvöld – Njarðvík í heimsókn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það verður sannkallaður nágrannaslagur í Mustad-höllinni í kvöld þegar Njarðvík mætir í heimsókn í Domino’s deild karla. Víkurfréttir tóku Lalla tali í dag sem var hóflega bjartsýnn fyrir leikinn og sagði að Njarðvíkingar væru til alls líklegir enda í sárum eftir síðasta leik og eflaust þyrstir þá í sigur. „Við þurfum að mæta tilbúnir til að vinna þennan leik. Þeir …