Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG endurnýjaði samninga við tvo lykilleikmenn síðastliðinn föstudag en þá skrifuðu þær Emma Higgins og Lauren Brennan undir nýja samninga og leika því með liðinu í Pepsi-deildinni að ári. Emma Higgins kom fyrst til Grindavíkur sumarið 2010 og hefur leikið 93 leiki á Íslandi, 86 þeirra með Grindavík, en hún lék með KR sumarið 2012. Hún er einnig …
Sam Hewson til Grindavíkur (staðfest)
Knattspyrnudeild UMFG gekk í gær frá samningum við hinn enska Saw Hewson, en Sam hefur leikið með FH undanfarin ár. Þar áður lék hann með Fram en er uppalinn í unglingaliði Manchester United og er því annar leikmaður Grindavíkur úr United á eftir Lee Sharpe. Hann er jafnframt annar leikmaður FH sem gengur til liðs við Grindavík á þessu ári. …
Grindavík í 4. sæti yfir jólin
Grindavík fer heldur betur með góðan jólapakka með sér í jólafrí frá Domino’s deild karla þessi jólin en þegar deildin er hálfnuð situr Grindavík í 4. sæti deildarinnar. Okkar menn unnu góðan útisigur á Skallagrímsmönnum í Borgarnesi í gær, 80-95, og hafa nú unnið 7 leiki en tapað 4. Karfan.is gerði leiknum skil: „Grindavík verður í fjórða sæti Dominos deildar …
Stuðningsmaður ársins 2016
Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015.
Glötuð stig í Grindavík um helgina
Grindavíkurkonur misstu af dauðafæri til að vinna sig upp töfluna um helgina þegar þær töpuðu fyrir Val hér í Grindavík, 66-69. Allt leit út fyrir að Valur færi með þægilegan sigur af hólmi en Grindvík gerði harða atlögu að þeim í lokin. Þær komust þó ekki nær en 3 stig og lokaniðurstaðan svekkjandi tap og Grindavík áfram í næst neðsta …
Firmamótið 30 ára
Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur.Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og …
Þristaregn frá Þorsteini dugði ekki til sigurs gegn Stólunum
Grindavík tók á móti Tindastóli í Domino’s deild karla í Mustad höllinni í gærkvöldi. Stólarnir hafa verið með sterkari liðum í vetur og höfðu aðeins tapað tveimur leikjum fyrir viðureign gærkvöldsins og því ljóst að um hörkuviðureign yrði að ræða. Grindavík var með nokkuð tök á leiknum framan af en gestirnir sigu fram úr í lokin og unnu að lokum, …
Ótrúlegur viðsnúningur á lokamínútunum tryggði Grindavík sigur á ÍR
Grindavík er komið í 8-liða úrslit Maltbikarsins eftir ótrúlegan seiglusigur á ÍR í Mustad höllinni í gær. Gestirnir voru með yfirhöndina nær allan leikinn og leiddu 65-75 þegar rúmar 7 mínútur voru til leiksloka en þá tók við ótrúlegur kafli þar sem Grindavík skoraði 10 stig án þess að ÍR næðu að svara fyrir sig og staðan 75-75. Karfan.is fjallaði …
Dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins
Í hádeginu var dregið í 8-liða úrslit Maltbikarsins þar sem Grindvíkurliðin voru bæði í hattinum. Stelpurnar fá verðugt verkefni og Suðurnesjaslag en þær mæta Keflavík hér í Mustad höllinni. Strákarnir aftur á móti þurfa að leggja land undir fót og fara í höfuðstað Norðurlands þar sem þeir mæta Þórsurum á Akureyri. Leikið verður dagana 14.-16. janúar.
Grindavík setti þristamet í Ljónagryfjunni
Grindavíkurkonur lyftu sér upp af botni Domino’s deildar kvenna um helgina með öruggum og góðum sigri á Njarðvík á útivelli, 59-85. Grindavík setti 16 þrista í leiknum sem er það mesta sem skorað hefur verið í einum leik í deildinni í vetur. Þá héldur þær ofurkonunni Carmen Tyson-Thomas algjörlega í skefjum, en hún setti aðeins 19 stig í stað þeirra …