Ashley Grimes hætt hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Ashley Grimes mun ekki leika með Grindvíkingum á nýju ári en þetta kom fram í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild UMFG nú rétt í þessu. Ashley var efst í flestum tölfræðiþáttum hjá liðinu en þrátt fyrir það virtist hún ekki njóta sín vel á Íslandi og vilja menn meina að hún hafi í raun átt mun meira inni. Þá hefur þjálfari liðsins, …

Dósasöfnun meistaraflokks kvenna um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Næstkomandi helgi (6.-8. janúar) mun meistaraflokkur kvenna arka í hús hér í bæ og safna flöskum. Söfnunin er ein af stærri fjáröflunum deildarinnar og vill stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hvetja bæjarbúa til að vera ekkert að stressa sig á því að fara með flöskur í dag og leyfa stelpunum bara að sjá um þetta fyrir ykkur um helgina.

Kristólína Þorláksdóttir er stuðningsmaður ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo

Á gamlársdag var það ekki bara íþróttafólkið okkar sem hlaut viðurkenningar heldur var stuðningsmaður ársins einnig útnefndur. Sú sem hlaut nafnbótina í ár var engin önnur en Kristólína Þorláksdóttir, eða Lína í Vík, eins og hún er svo gjarnan kölluð. Við óskum henni til hamingju með titilinn og sendum henni um leið okkar bestu þakkir fyrir hennar starf í þágu …

Alexander Veigar og Petrúnella íþróttafólk ársins 2016

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Íþróttafréttir, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo

Knattspyrnumaðurinn Alexander Veigar Þórarinsson og körfuknattleikskonan Petrúnella Skúladóttir voru í dag kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2016 við hátíðlega athöfn í Gjánni. Alexander var lykilmaður í liði Grindavíkur sem vann sér sæti í Pepsi-deildinni í sumar og Petrúnella var einn af burðarásum liðs meistaraflokks kvenna sem lék til úrslita á Íslandsmótinu síðastliðið vor. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu …

Firmamótið í dag kl. 16:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti í dag, föstudaginn 30. desember, í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta …

Kjör íþróttafólks ársins í Gjánni á gamlársdag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu ársins í Grindvík verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Gjánni, nýrri félagsaðstöðu UMFG í íþróttamiðstöðinni, kl. 13:00. Athöfnin er öllum opin og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólkinu okkar. Tilnefningarnar í ár eru eftirfarandi: Tilnefningar í kjör á íþróttamanni Grindavíkur 2016 Alexander Veigar Þórarinssontilnefndur af Knattspyrnudeild UMFG …

Firmamótið á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur. Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann …

Jón Axel valinn nýliði vikunnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að gera það gott í bandaríska háskólaboltanum með liði sínu Davidson en hann var valinn nýliði vikunnar í Atlantic 10 riðlinum í liðinni viku. Jón átti góðan leik á móti Jacksonville skólanum þar sem hann skoraði öll sín 10 stig í seinni hálfleiknum og var lykilmaður í áhlaupi liðsins sem tryggði þeim að lokum 75-60 …

Helgi Jónas með nýja bók – ágóðinn fer í gott málefni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Helgi Jónas Guðfinnsson, fyrrum landsliðsmaður í körfuknattleik og núverandi líkamsræktarfrömuður með meiru, var að gefa út sína þriðju bók. Bókin ber heitið “Little lessons on Basketball conditioning” og í henni er farið í gegnum þolþjálfun fyrir körfubolta. Bókina er hægt að nálgast frítt á netinu næstu klukkustundir en einnig er tekið við frjálsum framlögum. Bókin átti upprunalega að koma út 20. …

Stuðningsmaður ársins 2016 – tilnefningar óskast

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins. Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016.