Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.apríl 2016 kl 20:00 fundurinn verður haldinn í Gjánni aðstöðu UMFG við Austurveg 1 venjuleg aðalfundarstörf.
Æfingagjöldin
UMFG vill minna foreldra á að æfingagjöld fyrir árið 2016 er 28.000.- kr og verður rukkað fyrir 6 mánuði í senn eða 14.000.- kr jan-júní og svo sama fyrir júlí-des. Æfingagjöld greiða þau sem verða 6 ára á almannaksárinu eða ef barn æfir íþróttir frá því að það verður 5 ára að verða 6 ára þá greiðir það æfingagjöld og …
Aðalfundur minni deilda UMFG
Aðalfundur sunddeildar, judodeildar, fimleikadeildar, taekwondodeildar og skotdeildar fer fram þriðjudaginn 29. mars 2016 kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundastörf
Bikarmót TKI
Um síðustu helgi fóru krakkarnir úr Taekwondo deildinni á Bikarmót TKI í Reykjavík, Það mátti nú vita það að enn og aftur komu krakkarnir heim með flotta sigra og stóðu sig frábærlega eins og alltaf, hér fyrir neðan má sjá árangur þeirra: Markús Eðvarð Karlsson – Brons í bardaga Fjölnir Z Þrastarson – Silfur í bardaga Adrían Elí Mikaelsson …
Styrktaræfingar hætta
Tekin hefur verið ákvörðun um að styrktaræfingar sem halda átti á vegum allra deilda UMFG verði felldar niður. Því verða engar styrktaræfingar eins og staðan er en verið er að skoða breytingar varðandi framhald af æfingum.
Æfingagjöld UMFG
Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að skrá börnin sín í Nóra kerfið ef þau ætla að æfa íþróttir í vetur innan deilda UMFG Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Slóðin er https://umfg.felog.is/ ef þið hafið gleymt lykilorði þá endilega hafið samband í gegnum umfg@umfg.is og við sendum nýtt lykilorð í tölvupósti.
Æfingagjöld UMFG
Heil og sæl foreldar / forráðamenn, Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í. Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf Þeir …
Æfingatafla UMFG veturinn 2015-2016
Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um …
Nýjung hjá UMFG: Sameiginlegar þrekæfingar allra deilda fyrir 5.-10. bekk
Athygli er vakin á sameiginlegum þrekæfingum allra deilda UMFG í vetur fyrir 5.-10. bekk, tvisvar í viku. Deildirnar munu skiptast á að sjá um þrekæfingarnar en þær hefjast miðvikudaginn 2. september og fara fram í litla salnum (gamla anddyrinu) í íþróttahúsinu. Iðkendur eru hvattir til að nýta sér þessa viðbót við æfingaflóruna. Æfingarnar eru sem hér segir: Mánudagar5.-7. bekkur kl. …