4. verðlaun á bikarmóti

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Helgina 21.-22 apríl var þriðja og síðasta bikarmót í bikarmótaröð TKÍ veturinn 2011-2012. Þetta var mjög stórt mót, um 200 keppendur. Nokkrir keppendur kepptu frá UMFG og þessir unnu til eftirfarandi verðlauna; Pálmi Þrastarsson silfur púmse brons í bardaga Sæþór Róbertssin silfur í bardaga Jakob Máni Jónsson brons í bardaga. Innilega til hamingju

Skráning á bikarmót 3.

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Þriðja TKÍ Bikarmótið fyrir veturinn 2011/2012 Bikarmótið verður haldið í Íþróttamiðstöð Áramanns í Laugardal, Engjavegi 7, dagana 21. og 22. apríl næstkomandi. Mótið hefst kl 9.00. Yngsti hópurinn (börn yngri en 12 ára) keppir á laugardeginum á þrem gólfum, einu poomsae og tveimur sparring. Á sunnudeginum keppa allir sem eru 12 ára og eldri (cadet, junior, senior og superior) á …

Páskafrí í Taekwondo

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

  Páskafrí í Taekwondo Eftir æfinguna í dag fimmtudag 29.mars er komið páskafrí á taekwondo æfingum. Æfingar hefjast aftur eftir stundartöflu fimmtudaginn 12. apríl. Gleðilega páska  

Ylfa Íslandsmeistari í bardaga.

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Á sunnudaginn 25. mars var íslandsmótið í bardaga haldið í íþróttahúsin Ásbrú í Keflavík.  Mótið fór vel fram og gekk vel í alla staði. Ylfa Rán Erlendsdóttir varði Íslandsmeistara titil sinn frá því í fyrra og Gísli Þráinn Þorsteinsson vann til bronsverðlauna. Innilega til hamingju með frábæran árangur krakkar. Hér má sjá umfjöllun um mótið http://www.tki.is/tki/frettir/islandsmeistaramot-tki-2012-urslit/ http://vf.is/Ithrottir/52294/default.aspx http://ruv.is/frett/kristin-og-jon-keppendur-motsins http://mbl.is/sport/frettir/2012/03/26/jon_og_kristin_skorudu_fram_ur_a_asbru/

Aðalfundur UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 23. apríl kl 20:00     í aðstöðu UMFG í útistofu við grunnskólann, Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin

Aðalfundur

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Sameiginlegur aðalfundur UMFG fyrir Judó, Taekwondo, Fimleika og skotdeild í mars 2012 Aðalfundur hjá Júdó, Taekwondo, Fimleika og Skotdeildum    var haldinn  á skrifstofu UMFG, mánudaginn 12. mars 2012  og hófst hann kl. 20:00.     Formaður UMFG Bjarni Már Svavarsson bauð fólkið velkomið og stakk upp á Gunnlaugi Hreinssyni sem fundarstjóra og Hallfríður Guðfinsdóttur sem ritara.   Fyrstur tók …

Aðalfundir deilda UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Aðalfundir deilda UMFG verður haldinn mánudaginn 12. mars og þriðjudaginn 13. mars 2012      Aðalfundur Judo-,Taekwondo-,Fimleika- og Skotdeildar UMFG verður haldinn mánudaginn 12 mars 2012 kl 20:00 í aðstöðu UMFG við Grunnskólann. Dagskráin er eftirfarandi: Skýrsla stjórnr og reikningar fimleikadeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnr og reikningar judodeildar Umræður um skýrslu og reikninga Skýrsla stjórnr og reikningar …

Æfingagjöld UMFG 2012

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Æfingagjöld UMFG 2012   Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2012 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Innheimtuseðlar verða gjaldfærðir í heimabanka foreldra og verður æfingagjaldinu skipt upp í tvo hluta janúar-júní og júlí-desember 2012. Ef æfingagjöld fyrir 2011 hafa ekki verið greidd þá vinsamlegast hafið samband við skrifstofu UMFG. …

3. verðlaun á bikarmóti í taekwondo

Ungmennafélag GrindavíkurTaekwondo

Þrenn verðlaun á bikarmóti taekwondo um helgina…. Helgina 21.-22. janúar var haldið annað mót bikarmótaraða TKÍ. Keppt var bæði í bardaga og formi. Margir keppendur voru á mótinu og var keppt bæði á laugardegi (börn) og sunnudegi ( unglingar og fullorðnir). Taekwondo deild UMFG sendi nokkra vaska keppendur sem stóðu sig eins og hetjur og unnu til þrennra verðlauna. Innilega …