3. verðlaun á bikarmóti í taekwondo

Ungmennafélag Grindavíkur Taekwondo

Þrenn verðlaun á bikarmóti taekwondo um helgina….

Helgina 21.-22. janúar var haldið annað mót bikarmótaraða TKÍ. Keppt var bæði í bardaga og formi. Margir keppendur voru á mótinu og var keppt bæði á laugardegi (börn) og sunnudegi ( unglingar og fullorðnir). Taekwondo deild UMFG sendi nokkra vaska keppendur sem stóðu sig eins og hetjur og unnu til þrennra verðlauna. Innilega til hamingju strákar.

 

Árni Jóhann Sigmarsson gull í bardaga

Andri Snær Gunnarsson gull í bardaga

Sæþór Róbertsson brons í bardaga

 

Ef foreldrar eiga myndir af mótinu endilega sendið á ruttkd@gmail.com