Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að snúa til baka og spila með Grindavík á næsta tímabili. Ingibjörg spilaði með Grindavík alla yngri flokkana og síðasta heila tímabilið með Grindavík í meistaraflokki var hún að meðaltali með 9 stig í leik. Undanfarin 3 ár hefur Ingibjörg spilað með Keflavíkur liðinu þar sem hún hefur fagnað Íslands- og bikarmeistaratitlum. Við bjóðum Ingibjörgu velkomin …

Nýr leikmaður:Pálína María Gunnlaugsdóttir

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Kvennalið körfuknattleiksdeildar UMFG ætlar sér stóra hluti á næstu tímabilum og hafa tryggt sér þjónustu besta leikmann Íslandsmótsins, Pálinu Maríu Gunnlaugsdóttir Fréttatilkynning körfuknattleiksdeildarinnar: Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur/kvennaráð er stolt að tilkynna hér með að eftirsóttasti leikmaður á markaðnum í íslenskum kvennakörfuknattleik, Pálína Maíra Gunnlaugsdóttir hefur samið til tveggja ára við Grindavík. Sjórn og kvennaráð binda miklar vonir við Pálínu ekki bara …

Jóhann og Petrúnella valin í landsliðin

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Petrúnella Skúladóttir og Jóhann Árni Ólafsson hafa verið valin í A landsliðin sem tekur þátt á Smáþjóðaleikunum sem hefjast 26.maí. Sverrir Þór Sverrisson er þjálfari kvennaliðsins og valdi hann eftirfarandi hóp: Pálína Gunnlaugsdóttir · KeflavíkSara Rún Hinriksdóttir · KeflavíkIngunn Embla Kristínardóttir · KeflavíkBryndís Guðmundsdóttir · KeflavíkHildur Sigurðardóttir · SnæfellHildur Björg Kjartansdóttir · SnæfellKristrún Sigurjónsdóttir · ValurHallveig Jónsdóttir · ValurPetrúnella Skúladóttir · GrindavíkGunnhildur Gunnarsdóttir · HaukarHelena Sverrisdóttir · Good Angels Kosice, SlóveníuMaría …

Jón Halldór Eðvaldsson tekur við kvennaliðinu

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Kvennaráð körfuknattleiksdeildar UMFG hefur haft hraðar hendur eftir tímabilið og tryggt sér þjónustu Jón Halldórs Eðvaldssonar sem þjálfara á komandi tímabili. Jón er margreyndur þjálfari sem gerði Keflavík að margföldum Íslandsmeisturum í kvennaflokki, þjálfari yngri landsliða og hefur aðstoðað Sigurð Ingimundarson síðustu tímabil. Hér að ofan má sjá Jón og Lindu, fyrir hönd kvennaráðs, skrifa undir samninginn. Sjá frétt á …

Uppskeruhátíð yngriflokka.

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Þriðjudaginn 7.maí næstkomandi verður haldin uppskeruhátíð yngriflokka körfuknattleiksdeildar UMFG(krakkar í 5.bekk og eldri).Hátíðin fer fram í sal Grunnskólans kl.18.00. Þar munu þjálfarar fara yfir árangur vetrarins og veita þeim verðlaun sem skarað hafa framúr. Unglingaráð fer þess á leit við foreldra, í fyrsta lagi að mæta og í öðru lagi að hafa með sér köku eða eitthvað sambærilegt og senda …

Jóhann Árni og Petrúnella best

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur fór fram í Eldborgarsal í Svartsengi síðastliðið þriðjudagskvöld þar sem þau parið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru valin bestu leikmenn meistaraflokka félagsins.  Þau skötuhjú voru lykilmenn í Grindavíkurliðunum þetta tímabilið, gular sem nýliðar og gerðu heiðarlega tilraun til þess að komast í úrslitakeppnina og gulir tóku þann stóra. Hér að neðan fer listi yfir þá …

Lokahóf og Íslandsmeistarapartý!

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Lokahóf körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldið í Eldborgarsal annaðkvöld, þriðjudaginn 30. apríl. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Heimalöguð skemmtiatriði á heimsmælikvarða og verðlaunaafhending hjá meistaraflokkum karla og kvenna. Matur að hætti Láka á Salthúsinu. Veislustjóri verður Jón Björn frá karfan.is.   Tíminn er naumur, því er gott að fólk bregðist fljótt við og tryggi sér miða strax. …

ÍSLANDSMEISTARAR

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík er Íslandsmeistarar í þriðja sinn eftir sigur á Stjörnunni í oddaleik í gær. Sibbi mun eflaust skrifa um leikinn hér síðar en þangað til eru hérna nokkur video og myndir af leiknum og eftir leikinn. Umfjöllun á karfan.is Viðtal við Sigga á visir.is Viðtal við Sverrir á visir.is Viðtal við Jóhann á visir.is Viðtal við Óla á visir.is Stemmingin …

Grindavík Íslandsmeistar í 11. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Strákarnir í 11.flokki karla urðu rétt í þessu Íslandsmeistarar eftir hafa lagt KR 68-63.  Til þess að komast í úrslitaleikinn lögðu þeir Stjörnuna í undanúrslitum.  Eru þetta ekki einhverjar ábendingar um leikinn í kvöld? Jón hjá karfan.is hefur unnið frábært starf í umfjöllun um yngri flokka jafnt sem meistaraflokka og var hann að sjálfsögðu á staðnum í dag og er …

Úrslitaleikurinn

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Í kvöld klukkan 21:00 fer Íslandsmeistarabikarinn á loft og við Grindvíkingar ætlum að gera okkar besta að halda honum í heimabyggð. Forsala aðgöngumiða gengur vel og eru fáir miðar eftir. Þeir miðar sem eftir eru verða seldir í Salthúsinu í dag, sunnudag, frá og með kl. 14:00. Grindvíkingar eru einnig beðnir að athuga eftirfarandi: Upphitun í Salthúsinu í dag.Fyrstu hamborgararnir …