Nýr leikmaður:Pálína María Gunnlaugsdóttir

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Kvennalið körfuknattleiksdeildar UMFG ætlar sér stóra hluti á næstu tímabilum og hafa tryggt sér þjónustu besta leikmann Íslandsmótsins, Pálinu Maríu Gunnlaugsdóttir

Fréttatilkynning körfuknattleiksdeildarinnar:

Stjórn körfuknattleiksdeildar Grindavíkur/kvennaráð er stolt að tilkynna hér með að eftirsóttasti leikmaður á markaðnum í íslenskum kvennakörfuknattleik, Pálína Maíra Gunnlaugsdóttir hefur samið til tveggja ára við Grindavík. Sjórn og kvennaráð binda miklar vonir við Pálínu ekki bara vegna gæða hennar sem leikmanns heldur einnig hennar óseðjandi þrá til að sigra leiki og vinna titla.
Deildin telur hana vera frábæra viðbót við þær stelpur sem fyrir eru í Grindavík þar sem reynsla, gæði og efniviður eru fyrir hendi. 
Mynd hér að ofan af Pálínu ásamt fulltrúum frá kvennaráði körfuknattleiksdeildarinnar, Ágústu Sigurgeirsdóttur og Svanhildi Káradóttir.