Fyrirtækjabikarinn í körfu

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Um þessar mundir eru meistaraflokkur karla og kvenna að spila í Fyrirtækjabikar KKÍ, Lengjubikarnum. Grindavík sigraði Val 88-51 á sunnudaginn í karlaflokki en fyrir helgi töpuðu þeir fyrir Tindastól 104-87.Kvennaflokkur hefur spilað einn leik en þær unnu Stjörnuna 71-66.    Stelpurnar taka á móti Keflavík á morgun klukkan 19:15 í Grindavík.   Næsti leikur hjá karlaliðinu er hinsvegar 15 september …

Ljósanæturmót Geysis

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Grindavík og Keflavík eigast við í fyrsta leik Ljósanæsturmótsins í kvöld klukkan 19:15.  Leikið verður í TM höllinni(áður Toyota höllin).  Á morgun, miðvikudag, eigast Grindavík og ÍR við á sama stað klukkan 20:00

Hækkun Æfingagjalda UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997. Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500.- á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Fyrri hluti æfingagjaldanna ( 10.000.- kr ) hafa nú þegar verið settir inn …

Körfuboltaæfingar byrja á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Æfingar hjá körfuknattleiksdeildinni hefjast á morgun, mánudaginn 2.september.  Hér fyrir neðan má sjá æfingatöflur allra aldurshópa. 1. og 2. bekkur drengja Mánudagur Fimmtudagur 14:50-15:40 14:00-14:50 Þjálfari: Aníta Sveinsdóttir   1. og 2. bekkur stúlkna Mánudagur Fimmtudagur 14:00-14:50 14:50-15:40 Þjálfari: Aníta Sveinsdóttir   3. og 4. bekkur drengja Mánudagur Miðvikudagur Föstudagur 16:00-17:00 15:00-16:00 14:00-15:00 Þjálfari: Ellert Magnússon   3. og 4. bekkur stúlkna Mánudagur …

Chris Stephenson til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Íslandsmeistarar Grindavíkur í körfuknattleik hafa gengið frá ráðningu erlends leikmanns fyrir komandi átök og varð Chris Stephenson sem lék með NC Ashville Bulldogs í 1. deild háskólaboltans, fyrir valinu.   Chris útskrifaðist í fyrra og hóf tímabilið í Litháen en meiddist eftir nokkra leiki og þurfti því að snúa aftur í heimahagana.  Þar lék hann í sumar í hálfatvinnumannadeild og …

Körfuboltaskóli Meistaraflokks Karla

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuboltaskóli á vegum meistaraflokks karla fer fram næstu helgi fyrir krakka á aldrinum 6-16 ára. Körfuobltaskólinn er frábært tækifæri til að koma sér af stað fyrir veturinn því nú styttist í skipulagðar æfingar.Allir leikmenn meistaraflokks þjálfa í skólanum og gefst krökkunum því tækifæri að læra af Íslandsmeisturunum sem og keppa við þá í hinum ýmsu keppnum. Hér fyrir neðan eru …

Landsleikur í dag

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ísland og Búlgaría mætast í Laugardalshöll í kvöld klukkan 19:15.  Ungir iðkenndur sem mæta í Grindavíkurbúningum fá fría pizzu í hálfleik. Fyrri leikurinn úti fór 88-59 og eiga strákarnir því mikið inni.  Þrjú lið eru í riðlinum þar sem Rúmenía er það þriðja.  Ísland mætir Rúmeníu 16.ágúst.

Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráningin fer fram hérna: http://skraning.umfi.is/ Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar frjálsíþróttir glíma golf hestaíþróttir knattspyrna körfubolti motocross skák stafsetning sund strandblak og upplestur.   Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en …

Tveir leikmenn yfirgefa Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Bæði knattspyrnudeild og körfuknattleiksdeild hafa misst leikmenn á síðustu dögum. David Ingi Bustion og Hafþór Ægir Vilhjálmsson hafa ákveðið að kveðja Grindavík í bili. David Ingi Bustion, sem kom til Grindavíkur fyrir síðasta tímabil átti gott tímabil og frábæra úrslitakeppni þar sem hann steig upp sem einn besti varnarmaður deildarinnar, hefur ákveðið að spila með Fjölni í 1.deildinni næsta tímabil. …

Sumaræfingar hjá körfuboltanum

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur stendur fyrir metnaðarfullum sumaræfingum nú annað sumarið í röð fyrir þá iðkendur sem hafa áhuga á að bæta sig sem körfuboltaleikmenn. Æfingunum er skipt niður í tvo hópa, annarsvegar iðkendur  11-14 ára og síðan 15 ára og eldri. Stelpur og strákar æfa saman. Yngri hópurinn æfir þrisvar sinnum í viku og eldri hópurinn fjórum sinnum í viku.Hjá eldri …