Grindavík-Keflavík í kvöld

Ungmennafélag Grindavíkur Körfubolti

Grindavík tekur á móti Keflvíkingum í Lengjubikar kvenna í kvöld klukkan 19:15

Liðin hafa bæði spilað einn leik í mótinu, Grindavík sigraði Stjörnuna 71-6 en Keflavík tapaði fyrir Val 58-63.

Skemmtilegt verður að fylgjast með Grindavíkurstelpum í vetur og því upplagt að kíkja við í Röstina í kvöld og sjá hvernig liðið kemur undan sumri.