Jón Axel Guðmundsson sagður einn af fimm efnilegustu leikmönnum Evrópu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir glæsilega frammistöðu með U18 ára landsliði Íslands á Norðurlandamótinu í sumar, þar sem Jón Axel var valinn verðmætasti leikmaður mótsins og skoraði rúm 29 stig að meðaltali í leik, hafa erlendir fjölmiðlar farið að veita honum verðskuldaða athygli. Á dögunum birti vefsíðan Sportondo umfjöllun um fimm ungar evrópskar stjörnur sem menn ættu að fylgjast með á næstu árum og …

Hreyfivika UMFÍ

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Forvarnarnefnd, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 29. sept. – 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem við viljum fá allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfara, fyrirtæki og alla áhugasama um holla hreyfingu til þess að taka þátt á einn eða annan hátt. Það geta verið fyrirlestrar, opnir tímar, skipulagðir hreyfitímar eða hvaða viðburðir …

Æfingar körfuknattleiksdeildar haustið 2014

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Æfingar eru hafnar hjá yngri flokkunum í körfuboltanum. Æfingatímar og þjálfarar eru hér að neðan. Við hvetjum sem flesta til að mæta og prófa. Minnibolti 6-7 ára stelpur Miðvikudagar 14:30 Föstudagar 14:50 Þjálfarar: Sandra Dögg Guðlaugsdóttir og Pétur Rúðrik Guðmundsson Minnibolti 6-7 ára strákar Miðvikudagar 15:15 Föstudagar 14:10 Þjálfarar: Sandra Dögg Guðlaugsdóttir og Pétur Rúðrik Guðmundsson Minnibolti 8-9 ára stelpur …

Nóri æfingagjöld og skráning

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Skotdeild, Sund, Taekwondo, UMFG

Æfingagjöld eru innheimt í gegnum skráningar- og greiðslukerfið Nóra en kerfið er einnig notað til að halda utan um póstlista, símanúmer forráðamanna, mætingar og fleira svo mjög mikilvægt er að allir iðkendur séu skráðir inn í kerfið. Hægt að greiða gjöldin með greiðslukorti í Nóra og einnig með því að fá greiðsluseðil í heimabanka. Ef óskað er eftir að ganga …

Grindvíkingar streyma í körfuboltabúðir í Bandaríkjunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvískir körfuboltakrakkar hafa verið að gera það gott í körfuboltabúðum Philadelphia 76ers í sumar. Skemmst er að minnast frægðarfarar þeirra Bragasona, Ingva Þórs og Braga, sem fóru þarna út fyrr í sumar og hittu sjálfan Julius Erving . Á dögunum fór svo stúlknahópur frá Grindavík í búðirnar, en Atli Geir Júlíusson ritaði ferðasögu hópsins og birtist hún á karfan.is í …

Brandon Roberson spilar með Grindavík í vetur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þá eru leikmannamál erlendra leikmanna komin á hreint fyrir veturinn í körfunni, en karlalið UMFG hefur samið við bandaríska leikstjórnandann Brandon Roberson og mun hann því spila með liðinu á komandi leiktíð. Áður höfðum við greint frá því að Rachel Tecca muni spila með kvennaliðinu í vetur. Roberson er 27 ára gamall og lék síðast í Kósóvó með KB RTV …

Skráning í síðasta knattspyrnuskóla sumarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Knattspyrnuskóli UMFG hefur staðið yfir í allt sumar og nú er komið að síðasta námskeiðinu. Athugið sérstaklega að verðið hefur lækkað um 1.000 krónur frá því sem áður var auglýst. Námskeiðið hefst 6. ágúst og er skráning á staðnum en einnig er hægt að senda póst á aegir@umfg.is 6.ágúst-22.ágúst Æft að hætti atvinnumanna. Eldri fyrir hádegi (5.bekkur- 8.bekkur) kl.10.00 Yngri …

Sumaræfingar körfuboltans

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Sumaræfingar körfunar hefjast formlega miðvikudaginn 11.júní. Það verður boðið uppá æfingar fyrir krakka frá 6 ára aldri og upp úr. Iðkendum er skipt í þrjá hópa eftir aldri. 1.-5.bekkur (þeir flokkar sem spila á mini körfur) 6.-9. bekkur og síðan 10.bekkur og eldri. Krökkunum verður skipt í hópa og því þurfa yngri ekkert að óttast þau séu að æfa með …

Áskorun frá körfuknattleiksdeild UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKörfubolti

Ályktun aðalfundar körfuknattleiksdeildar UMFG um framtíðaruppbyggingu á æfingaraðstöðu þeirra.   Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG skorar á  bæjarstjórn Grindavíkurbæjar að víkja frá þeim áformum að stækka núverandi íþróttasal þar sem það muni ekki uppfylla þarfir þeirrar starfsemi sem ætlað er.  Í stað þess verði byggður nýr íþróttasalur og hafðar til hliðsjónar framkomnar tillögur í þeim efnum.   Aðalfundur kkd UMFG skorar einnig …